Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1967, Side 44

Læknablaðið - 01.02.1967, Side 44
14 LÆKNABLAÐIÐ því, að sú sérfræðiþekking, er með þarf, sé fyrir hendi á spítölunum. Komið hefur fyrir, að yfirlæknar hafa neitað að leita aðstoðar til sér- fræðinga utan .spítalanna. Því verða báðir aðilar, sjúklingurinn og læknir hans, að hafa tryggingu fyrir, að þurfi sjúklingurinn á spítalavist að halda, þá geti spítalinn séð fyrir þeirri þjónustu, sem með þarf. Þetta á ekki sízt við um neyðartilfelli, þar sem um frjálst val á spítala og lækni er oft ekki að ræða. Þetta er ein aðalástæðan fyrir tillögu nefndarinnar um, að settur verði lágmarksstaðall fyrir íslenzka spítala, þar sem meðal annars verði kveðið á um skyldur til að leita sérfræðiaðstoðar til að tryggja enn betur öryggi sjúklingsins. Það getur vafizt fyrir sjúklingi að skilja, hvers vegna sérfræð- ingur, sem hefur stundað hann utan spítala vegna ákveðins sjúkdóms, verður að senda hann til annarra lækna, ef sjúkdómurinn kemst á það stig, að spítalavistar sé þörf. Þetta væri þó auðskilið honum, ef á þeim spítala væri enn betri sérfræðikunnátta fyrir hendi og það væri gert eftir tillögu læknis sjúklingsins. Hitt mun erfiðara að útskýra, að nú, er sjúkdómurinn versnar, eigi e. t. v. minna hæfir læknar að taka við sjúklingnum. Stangast slíkt auðvitað algjörlega á við almenn mann- réttindi og það grundvallarsjónarmið, er nefndin áður lýsti, að sjúkl- ingurinn eigi rétt á þeirri þjónustu, sem læknisfræðin í dag veit bezta. IV. SÉRFRÆÐINGURINN Á íslandi hefur sá læknir rétt til að kallast sérfræðingur, sem lokið hefur tilskildu framhaldsnámi og hlotið viðurkenningu heil- brigðisstjórnarinnar. Sumir læknar ljúka auk þess viðbótartíma í undirgrein innan sinnar sérfræði og hljóta viðurkenningu fyrir það. Enda þótt það snerti ekki þessa nefnd beint, hlýtur hún þó að gera athugasemd við þetta fyrirkomulag. Samkvæmt skoðun hennar er það heilbrigðisyfirvalda að gefa út almennt lækningaleyfi til lækna. Sérfræðiviðurkenning á að vera veitt af læknafélögum eða sérfræðinga- félögum, enda er það í samræmi við reglur í mörgum löndum. Kröfur þær, sem gerðar eru til sérfræðinga, eiga að vera settar af þessum aðilum, en ekki af heilbrigðisstjórninni eða læknadeild Háskólans. Sem dæmi um núverandi reglugerð í reynd má nefna, að læknar, sem ljúka framhaldsnámi við suma .stærstu háskólaspítala Bandaríkj- anna, mundu ekki hljóta sérfræðiviðurkenningu á íslandi. Sama má segja um íslenzka lækna, sem hlotið hafa sérfræðiviðurkenningu í Svíþjóð. í samræmi við gildandi reglur er þó átt við sérfræðing, viður- kenndan af heilbrigðismálaráðuneytinu, þegar rætt er um sérfræðinga í þessari skýrslu. Það liggur í augum uppi, að sérfræðiviðurkenning, veitt af réttum að- ilum á hverjum tíma, felur eingöngu í sér viðurkenningu á, að tilskildu framhaldsnámi hafi verið lokið, en tryggir á engan hátt, að sérfræð- ingurinn haldi sér við í sérgrein sinni. Hvorki heilbrigðisstjórnin né læknafélögin hafa sett neinar reglur um slíkt endurmat. Sá mögu- leiki er fyrir hendi, að læknir, sem fær núna sérfræðiviðurkenningu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.