Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 50

Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 50
20 LÆKNABLAÐIÐ yfirlæknir berst fyrir sem mestum útbúnaði og flestum rúmum handa sinni deild á kostnað annarra deilda. Við það hverfur algerlega skiln- ingur á þörf annarra og sú augljósa staðreynd, að spítalinn á að starfa sem heild, en ekki sem margar aðskildar deildir. Tækni sú og sér- fræðikunnátta, sem völ er á a. m. k. innan veggja spítalans, á að koma að notum öllum sjúklingum, sem á spítalanum liggja. Þegar yfirlæknir svo fellur frá eða hættir störfum fyrir aldurs sakir, byrjar leikurinn upp á nýtt. Oft er það þá svo, að sá sérfræð- ingur, sem hefur lengst verið aðstoðarlæknir hans, „stendur næst“ því að verða eftirmaður hans. ,,Eftirmaðurinn“ er þá talinn eiga laun skilið fyrir sína þolinmæði. Á stundum hafa þessir læknar skrifað greinar eða ritgerðir um fagleg efni og stundum hlotið fyrir það doktorsnafnbót. Þessar ritfierðir hafa mismunandi visindalegt gildi. Nefndin telur ritun og birtingu vísindalegra ritgerða sjálfsagða~og Iofsverða og það beri að ýta sem mest undir slíkt. Hins vegar álítur hún, að það tryggi á engan hátt, að sá, sem stendur sig vel á því sviði, sé af þeim sökum betri stjórnandi eða forstöðumaður spítala eða öðrum hæfari til að leysa vandamál sjúklings, nema svo vilji til, að það sé sams konar vandamál og sérfræðingurinn hefur verið að rita um. Hún álítur, að hæpið sé að launa vísindaritgerð með því að gera höfundinn að lífstíðaryfirlækni á spítala, en á því hefur borið hér á Norður- löndum, að læknar skrifi ritgerðir í þessu skyni, en stingi aldrei niður penna framar. 2. Yjirlœknir á einkaspítölum. Um er að ræða katólsku spítalana í Reykjavík og Hafnarfirði. í Hafnarfirði er einn yfirlæknir, valinn af eigendum spítalans, og er ekki um deildarskipt sjúkrahús að ræða. Á Landakoti hefur iengst af verið einn yfirlæknir, valinn af eigendum .spítalans án nokkurra auglýsinga um stöðuna eða formlegra ráðlegginga nokkurs. Staðan hefur í reynd verið eins og á opinberum spítölum til æviloka. Ekki er gott að gera sér grein fyrir stöðu þessa yfirlæknis stjórn- unarlega séð. Henni fylgir yfirleitt það hnoss (eins og var á Hvíta- bandinu) að eiga auðveldara en aðrir læknar með að fá sjúkrarúm fyrir sína sjúklinga, ,svo og forgangsréttur að skurðstofu. Hins vegar er staðan ólaunuð. Þessum lækni mun vera ætlað að vera ráðgjafi eigendanna í þeim efnum, er varða læknisþjónustuna, og þá jafnt á öllum deildum spítalans. Hins vegar er ekkert starfhæft læknaráð á spítalanum og engin kvöð á yfirlækni að hafa samráð við starfandi lækna þar. Verður því sama uppi á teningnum og á opinberu spítöl- unum, að yfirlæknirinn túlkar sínar skoðanir við eigendur. Þá virðist val lækna að spítalanum vera í höndum hans. Á hinn bóginn lítur hann allt öðrum augum á ábyrgð sína, hvað snertir sjúklinga á spítalanum. Þar hefur hann sína sjúklinga og stundar þá á eigin ábyrgð, en skiptir sér ekki af, hvernig aðrir læknar spítalans stunda sína sjúklinga. Fram til ár.sins 1965 var aðeins einn yfirlæknir á Landakoti, en þá var gerð breyting til samræmis við gildandi sjúkrahúslög um deildar- skipt sjúkrahús. Yfirlæknir sá, sem fyrir var, var áfram yfirlæknir spítalans og skurðdeildar, en settir voru yfirlæknar yfir lyflæknis-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.