Læknablaðið - 01.02.1967, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ
21
deild, röntgendeild og barnadeild. Þessar stöður voru ekki auglýstar
opinberlega, enda munu engin ákvæði til um, að .slíkt sé gert á einka-
sjúkrahúsum. Yfirlæknir lyfjadeildar mun hafa verið valinn eftir
starfsaldri, og á hinum tveim deildunum leiddi val læknanna af sjálfu
sér, þar sem þeir eru einu sérfræðingarnir í sinni grein á spítalanum.
Þessir yfirlæknar hafa sömu afstöðu gagnvart „ábyrgð“ á sjúklingum,
þannig að þeir stunda sína sjúklinga, en .segja öðrum sérfræðingum
spítalans ekki fyrir verkum.
Enda þótt þessi afstaða yfirlækna Landakotsspítala sé í samræmi
við skoðun nefndarinnar, álítur hún, að forstaða deildar eigi ekki að
vera nafnið tómt. Hver af þessum yfirlæknum hlýtur að einhverju
leyti að vera ábyrgur fyrir því, að deild hans geti veitt þá þjónustu,
.sem spítalinn hefur tekið að sér.
Á röntgendeild og barnadeild starfar eínn læknir á hvorri. Ætti
ekki að þurfa að eyða að því mörgum orðum, að sú sérfræðiþjónusta,
sem þær deildir veita, hlýtur að vera mjög takmörkuð. Slíkt læknalið
á röntgendeild, sem auk þess að þjóna um 180 rúma spítala hefur utan-
spítalasjúklinga, er auðvitað dragbítur á starfsemi allra deilda. Á
barnadeild er vitanlega enginn ráðgefandi læknir og ekki heldur neinn
læknir til að skipta vöktum eða stunda börnin í fjarveru yfirlæknis.
VI. AÐSTOÐARLÆKNAR
Eins og áður segir, hefur skipulag opinberra sjúkrahúsa hérlendis
verið að dansk-þýzkri fyrirmynd, hið svokallaða píramíðakerfi. Yfir-
læknirinn hefur verið alls ráðandi og allir aðrir sjúkrahúslæknar að-
stoðarlæknar hans. Aðstoðarlæknum hefur verið raðað niður eftir mann-
virðingum í deildarlækna, I. aðstoðarlækna, II. aðstoðarlækna og loks
kandídata. Deildarlæknar og I. aðstoðarlæknar hafa gjarnan verið sér-
fræðingar, og hefur það alveg verið undir yfirlæknum komið, hversu
mikils sjálfstæðis þessir sérfræðingar hafa notið í .störfum sínum.
Deildarlæknisstöðurnar voru fastar stöður, en aðrar aðstoðarlæknis-
stöður voru tímabundnar. Á þær hefur verið litið sem námsstöður, þótt
í mörgum tilfellum hafi verið sótzt eftir .sérfræðingum í I. aðstoðar-
læknisstöðurnar og jafnvel í II. aðstoðarlæknisstöður. Þessar síðast-
nefndu stöður hafa þó í flestum tilfellum verið ætlaðar læknum í
framhaldsnámi.
Áður en íslenzkir læknar fá lækningaleyfi, þurfa þeir m. a. að hafa
starfað 13 mánuði samtals á þes.sum sjúkrahúsdeildum: lyflæknis-,
handlæknis- og fæðingardeild og slysavarðstofu. Þetta fyrirkomulag
er að danskri fyrirmynd og í daglegu tali kallað ,,túrnus“. Það hefur
gefizt illa í Danmörku, og er nú búið að afnema þessar stöður þar.
Nefndin álítur, að við eigum í þessum efnum að feta í fótspor Dana
og afnema kandídatsstöðurnar á þeirri for.sendu, að læknar hafi lítið
gagn af svo stuttri veru á hverri einstakri deild og að sjúkrahúsinu
nýtist illa slíkir starfskraftar. Þessir ungu læknar, sem vinna mest að
daglegum störfum hverrar deildar, eru varla komnir inn í störfin, þegar
þeir verða að flytjast á næstu deild.
Það er almennt álit lækna og niðurstaða nefndar á vegum WHO,
að námsstöður lækna ættu ekki að vera til skemmri tíma en hálfs til