Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1967, Page 57

Læknablaðið - 01.02.1967, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ 25 Landakotsspítala. Þar vantar einnig aðstoðarlækna, og er brýn nauðsyn að skipuleggja framhaldsnám þeirra. Eins og áður hefur verið lýst, vantar marga röntgenlækna á Land- spítalann, og er þjónustu þeirrar deildar því mjög ábótavant. Bæði læknaskorturinn og óviðunandi starfsaðstaða þessarar deildar hefur leitt til þess, að ekki hafa verið teknar upp ýmsar nýjungar í röntgen- tækni, sem eru ómissandi á nútímaspítölum. Svæfingardeildin starfar nú með einn sérfræðing og einn aðstoðar- lækni og einn hjúkrunarmann, sem lærður er í svæfingum. Er augljóst mál, hversu ófullnægjandi þjónuétu þessi deild veitir á sjúkrahúsi, þar sem gerðar eru næstum allar vandasömustu skurðaðgerðir hér- lendis, auk þess sem handlæknisdeildin gegnir neyðarþjónustu fyrir allt landið allan ársins hring og fyrir Reykjavík á móti tveimur öðrum spitölum. Við fæðingardeildina starfar .svæfingarlæknir hluta úr degi, en tekur engar vaktir, og hvílir vaktþjónusta fæðingardeildarinnar á svæfingardeild Landspítalans. Frá stofnun Blóðþankans hefur sérfróður læknir aldrei annazt eftirlit með starfsemi hans og svæfingarlækni Landspítalans falin for- staða hans í hjáverkum. Á húðsjúkdómadeildinni hefur lengst af .starfað einn læknir í hjá- verkum, og hefur þar ekki verið fullnægt venjulegum grundvallar- skilyrðum um sérhæfða spítalaþjónustu, svo sem færslu sjúkraskrár og vaktþjónustu. Húsnæði deildarinnar er óhæft. Rannsóknarstofur Landspítalans 1 blóðmeina- og meinefnafræðum hafa einungis á að .skipa sin hvorum yfirlækni, og getur enginn sinnt störfum þeirra í forföllum, þar eð ekki hefur tíðkazt að kalla á sér- fræðinga utan spítalans. Á lyflæknisdeild vantar enn sérfræðiþjónustu í mörgum undir- greinum lyflæknisfræðinnar, þótt mikilsverðar umbætur hafi orðið á þjónustu deildarinnar á síðustu árum, svo sem í efnaskiptasjúkdómum og meltingarsjúkdómum. Á handlækni.sdeild hefur ekki bætzt við sérfræðingur í neinni undirgrein skurðlækninga síðasta áratuginn þrátt fyrir öra þróun þeirrar greinar læknisfræðinnar. Á barnadeild er slíkur skortur barnalækna, að jaðrar við neyðar- ástand, þegar einn af sérfræðingum deildarinnar forfallast. Starfsemi fæðingardeildarinnar hefur verið í molum vegna sjúkra- rúmaskorts og ófullnægjandi starfsaðstöðu. Þessari deild var til .skamms tíma ætlað að sinna öllum fæðingum í Reykjavik og nágrenni og sjúk- legum fæðingum utan af landi, auk þess sem sú skylda hefur hvílt á deildinni að framkvæma löglegar fóstureyðingar og vananir, og ætlazt hefur verið til, að hún tæki einnig að sér lækningar á krabba- meini í legi. Þá hefur hún verið kennslustofnun H. í. í kvensjúkdóma- og fæðingarfræðum og hefur jafnframt tekið að sér þjálfun ljósmæðra. Öll þessi verkefni voru til skamms tíma leyst af einum eða tveim sérfræðingum við mjög frumstæð starfsskilyrði. Heldur hefur rætzt úr læknaskortinum, en starfsskilyrðin eru óbreytt. Á Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði starfar aðeins einn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.