Læknablaðið - 01.02.1967, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ
25
Landakotsspítala. Þar vantar einnig aðstoðarlækna, og er brýn nauðsyn
að skipuleggja framhaldsnám þeirra.
Eins og áður hefur verið lýst, vantar marga röntgenlækna á Land-
spítalann, og er þjónustu þeirrar deildar því mjög ábótavant. Bæði
læknaskorturinn og óviðunandi starfsaðstaða þessarar deildar hefur
leitt til þess, að ekki hafa verið teknar upp ýmsar nýjungar í röntgen-
tækni, sem eru ómissandi á nútímaspítölum.
Svæfingardeildin starfar nú með einn sérfræðing og einn aðstoðar-
lækni og einn hjúkrunarmann, sem lærður er í svæfingum. Er augljóst
mál, hversu ófullnægjandi þjónuétu þessi deild veitir á sjúkrahúsi,
þar sem gerðar eru næstum allar vandasömustu skurðaðgerðir hér-
lendis, auk þess sem handlæknisdeildin gegnir neyðarþjónustu fyrir
allt landið allan ársins hring og fyrir Reykjavík á móti tveimur öðrum
spitölum.
Við fæðingardeildina starfar .svæfingarlæknir hluta úr degi, en
tekur engar vaktir, og hvílir vaktþjónusta fæðingardeildarinnar á
svæfingardeild Landspítalans.
Frá stofnun Blóðþankans hefur sérfróður læknir aldrei annazt
eftirlit með starfsemi hans og svæfingarlækni Landspítalans falin for-
staða hans í hjáverkum.
Á húðsjúkdómadeildinni hefur lengst af .starfað einn læknir í hjá-
verkum, og hefur þar ekki verið fullnægt venjulegum grundvallar-
skilyrðum um sérhæfða spítalaþjónustu, svo sem færslu sjúkraskrár
og vaktþjónustu. Húsnæði deildarinnar er óhæft.
Rannsóknarstofur Landspítalans 1 blóðmeina- og meinefnafræðum
hafa einungis á að .skipa sin hvorum yfirlækni, og getur enginn sinnt
störfum þeirra í forföllum, þar eð ekki hefur tíðkazt að kalla á sér-
fræðinga utan spítalans.
Á lyflæknisdeild vantar enn sérfræðiþjónustu í mörgum undir-
greinum lyflæknisfræðinnar, þótt mikilsverðar umbætur hafi orðið á
þjónustu deildarinnar á síðustu árum, svo sem í efnaskiptasjúkdómum
og meltingarsjúkdómum.
Á handlækni.sdeild hefur ekki bætzt við sérfræðingur í neinni
undirgrein skurðlækninga síðasta áratuginn þrátt fyrir öra þróun
þeirrar greinar læknisfræðinnar.
Á barnadeild er slíkur skortur barnalækna, að jaðrar við neyðar-
ástand, þegar einn af sérfræðingum deildarinnar forfallast.
Starfsemi fæðingardeildarinnar hefur verið í molum vegna sjúkra-
rúmaskorts og ófullnægjandi starfsaðstöðu. Þessari deild var til .skamms
tíma ætlað að sinna öllum fæðingum í Reykjavik og nágrenni og sjúk-
legum fæðingum utan af landi, auk þess sem sú skylda hefur hvílt
á deildinni að framkvæma löglegar fóstureyðingar og vananir, og
ætlazt hefur verið til, að hún tæki einnig að sér lækningar á krabba-
meini í legi. Þá hefur hún verið kennslustofnun H. í. í kvensjúkdóma-
og fæðingarfræðum og hefur jafnframt tekið að sér þjálfun ljósmæðra.
Öll þessi verkefni voru til skamms tíma leyst af einum eða tveim
sérfræðingum við mjög frumstæð starfsskilyrði. Heldur hefur rætzt
úr læknaskortinum, en starfsskilyrðin eru óbreytt.
Á Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði starfar aðeins einn