Læknablaðið - 01.02.1967, Page 62
30
LÆKNABLAÐIÐ
kerfi eftir kostnaði. Nútímasjúkrahús hljóta að vera dýr, og læknis-
þjónusta er ekki svo frábrugðin hverri annarri þjónustu, að gæði
hennar hljóta að bera þess merki, hvað greitt er fyrir hana.
Erfitt getur verið að meta vinnu og þekkingu lækna til peninga.
Sú meðferð, sem sjúklingur hlýtur í dag, getur verið til komin vegna
læknafundar, sem læknir hans hefur sótt, eða vegna greinar, sem lækn-
irinn tók sér tíma til að lesa um kvöldstund, er venjulegum starfstíma
á að vera lokið.
Greiðslur til lækna geta verið þrenns konar: 1. Föst laun,
2. greiðsla fyrir hvert unnið verk, 3. eyktavinna. Telur nefndin, að
stunda megi góða læknisfræði innan allra þessara launakerfa, svo
fremi greiðslur séu ekki það lágar, að læknar geti lifað af þeim sóma-
samlegu lífi.
1) Föst laun. Læknar opinberra spítala hafa lengst af unnið á
föstum launum innan launakerfis opinberra starfsmanna. Eins og lýst
hefur verið, hafa læknar, aðrir en yfirlæknar, brotizt út úr þessu launa-
kerfi.
Nefndin telur, að vitanlega megi vinna góða læknisfræðilega
vinnu á föstum launum. Hins vegar hefur launakerfi opinberra starfs-
manna raðað læknum í flokka skv. píramíðakerfi opinberra spítala,
og hvort læknir hefur fengizt á spítalana, hefur meira farið eftir því,
hvort hægt hefur verið að búa til stöðu fyrir hann innan þessa kerfis, en
hinu, hvort hann hefur þekkingarlega haft upp á eitthvað að bjóða,
sem spítalann hefur vantað.
Vegna þessa telur nefndin, að með því að segja sig úr kerfi opin-
berra starfsmanna hafi læknar, jafnframt því að bæta kjör sín, opnað
leið til þess að ráða sérfræðinga að spítölunum utan píramíðakerfisins.
2. og 3. Hvort sérfræðingum er greitt eftir eyktakerfi eða fyrir
hvert unnið verk, getur alveg farið eftir atvikum á hverjum stað, og
raunar er engin ástæða til, að bæði kerfin séu ekki notuð á sama
sjúkrahúsi.
VÍSINDAVINNA A SJÚKRAHÚSUM
Gæði og gagnsemi læknavinnu á sjúkrahúsi verður aðeins metin
með vísindalegum störfum. Þau störf eru forsenda þróunar og fram-
fara á sjúkrahúsi.
Það er skoðun nefndarinnar, að vísindastörf séu sorglega lítil á
íslenzkum sjúkrahúsum. Hún álítur það eina af höfuðskyldum lækna
og heilbrigðisstjórnar að marka í þessum efnum ákveðna og fram-
kvæmanlega stefnu. Hér má hvorki tilviljun ein ráða né það, að fram-
gangur málsins sé látinn hvíla einvörðungu á áhuga og fórnfýsi ein-
stakra lækna.
Nefndin telur að hugmyndir, sem fram hafa komið um sérstakt
vísindaráð lækna, séu athyglisverðar. En vegna grundvallarþýðingar
þessa máls fyrir þróun læknisfræði á sjúkrahúsum, og þess vegna
beinna hagsmuna sjúklinganna, leggur nefndin áherzlu á eftirfarandi
tímabær framkvæmdaratriði:
1) að nothæfu timarita- og handbókasafni verði komið upp svo
skjótt sem auðið er,