Læknablaðið - 01.02.1967, Qupperneq 63
LÆKNABLAÐIÐ
31
2) að stofnaðar verði nokkrar viðunandi launaðar vísindastöður
við stærstu sjúkrahúsin og deildir þeirra, svo að áhugasamir
læknar geti helgað sig vísindastörfum eingöngu um nokkurn
tíma, t. d. 3—24 mánuði eftir atvikum;
3) að heilbrigðisstjórnin tryggi fjárveitingu til ákveðinna, nauð-
synlegra vísindaverkefna í læknisfræði og að vísindasjóðir
sjúkrahúsanna verði efldir.
4) Fjárframlög frá einkaaðilum, félögum og almenningi þarf einn-
ig að koma vísindastarfi sjúkrahúsa að notum, ekki síður en
starfsemi ákveðinna félaga áhugamanna, sem hafa gert baráttu
gegn vissum sjúkdómum að stefnumálum og hafið læknastarf
á eigin vegum.
LÁGMARKSSTAÐALL (Minimal Standard).
I almenna kaflanum hér á undan er minnzt á lágmarksstaðal
amerískra sjúkrahúsa. Það er skoðun nefndarinnar, að reglur þær,
sem þar eru skráðar, séu nothæf fyrirmynd með ákveðnum breyting-
um til samræmis íslenzkum staðháttum. Sú er enn fremur skoðun
nefndarinnar, að þær breytingar á starfsháttum sjúkrahúsa, sem
nefndin leggur til, verði ekki framkvæmanlegar, án þess að læknar
á sjúkrahúsum setji sér slíkan lágmarksstaðal. Læknaráð sjúkrahúsa,
er að dómi nefndarinnar sú skipulagsheild læknaliðs sjúkrahúsanna,
sem á að sjá um framkvæmd á slíkum lágmarkskröfum, enda settur
til að tryggja gæði læknisþjónustunnar og öryggi sjúklingsins.
IX. ERLENDIR SPÍTALAR
a) Danmörk: Tilhlýðilegt er að byrja á Dönum, en til þeirra
höfum við sótt píramíðakerfið.
Læknaskipanin hefur verið þessi: Yfirlæknir, „sideordnet over-
læge“, aðstoðaryfirlæknir, deildarlæknir, I. aðstoðarlæknir, II. aðstoðar-
læknir, „klinisk assistent11, fastur kandídat, „turnus kandidat“.
Það kom fyrir, að sérfræðingar væru ráðnir í allar þessar stöður,
nema „turnus“-kandídatsstöður, og því var möguleiki á, að sérfræð-
ingum væri raðað í sjö þrep píramíðans og mannvirðingastigans. Nú
hafa deildarlæknisstöður verið afnumdar.
Yfirlæknar og aðstoðaryfirlæknar eru fastráðnir embættismenn,
og þeir bera læknisfræðilega ábyrgð á deild eða deildarhluta. Yfir-
læknir fer með stjórn deildarinnar (administration) og aðstoðaryfir-
læknir í forföllum, en þeir eru jafnréttháir í læknisfræðilegu tilliti.
Ef skipaður er „sideordnet overlæge“, verða þeir að koma sér saman
um stjórnina á deildinni. Á meiri háttar sjúkrahúsum hefur þróunin
verið sú, að tveir yfirlæknar hafa verið ráðnir, en á minni sjúkra-
húsum er það enn þá svo, að þar er aðeins einn yfirlæknir og þar með
ábyrgur sérfræðingur.
Allar aðrar stöður á dönskum sjúkrahúsum eru námsstöður til
takmarkaðs tíma. Nýlega hefur verið samið um, að þær nefnist að-
stoðarlæknisstöður og „turnus“-kandídatsstaðan hefur verið afnumin.
Framhaldsnám á dönskum .spítölum hefur ekki verið skipulagt,