Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 65

Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 65
LÆKNABLAÐIÐ 33 í læknastarfsliði sjúkrahúsanna er séð fyrir skemmri stöðum til handa læknum, sem þurfa reynslu og nám á .sjúkrahúsi til að fá lækningaleyfi eða til annarra styttri námsdvala. Séð er fyrir „part-time“ vinnuaðstöðu fyrir heimilislækna. I skýrslu Platt Committee segir: „Engin viðurkennd skýrgreining er fyrir hendi á þvi, hvað er ráð- gefandi sérfræðingur (consultant). Með almennum orðum er slíkur sérfræðingur maður, sem skipaður hefur verið af sjúkrahúsyfirvöldum vegna hæfni, prófa, þjálfunar og reynslu. Honum er ætlað að taka á sig ábyrgð á rannsókn og/eða meðferð á sjúklingum í einu eða fleiri sjúkrahúsum og er óháður eftirliti annarra í læknisfræðilegu tilliti. Ráðning slíks manns getur farið fram að gefnu ráði nefndar, sem að mestu er skipuð læknum eftir settum reglum yfirvalda. Slíkar ráðningar eru fyrir þau sjúkrahús, sem taka til meðferðar sjúklinga, sem haldnir eru sjúkdómum, er ekki falla í verkahring heimilislækna. Vinna sú, sem slíkur .sérfræðingur má yfirfæra á aðstoðarmenn, fer eftir reynslu og hæfni aðstoðarmannanna. Er sjálfur sérfræðingurinn dómari um þessi atriði, og ber honum að gera sér ljóst, að ábyrgð hans er hin sama, þótt hann kveðji sér til aðstoðarmenn.“ Þessari lýsingu fylgir viðbót úr 47. grein bæklingsins, og greinir hún nánar frá starfsreglum viðvíkjandi ofangreindri sérfræðingsvinnu. Samkv. því eru höfuðatriðin um starf sérfræðingsins svo sem hér fer á eftir: 1. Allir sjúklingar, sem njóta sjúkrahúsþjónustu, eiga að vera undir um.sjá sérfræðinga 'í grein eða greinum, sem varða með- ferð hvers sjúklings. Skulu þeir bera ábyrgðina á umönnun sjúklingsins og þeirri lækningu, sem hann þafnast. 2. Skyldur sérfræðingsins takmarkast ekki við fyrirfram ákveðinn vinnutíma. Auk hins reglulega vinnutíma hans ber hann óum- flýjanlega og varanlega ábyrgð á öllum sínum sjúklingum og á öllum tímum. Þetta á við um sjúkrahússjúklinga og utanspítala- sjúklinga og bæði um venjuleg tilfelli og neyðartilfelli. 3. Læknar, sem eru neðar sérfræðingi að tign, eiga að vinna sem aðstoðarmenn við að rækja skyldustörf hans. Hve mikið af slík- um skyldum eru lagðar á herðar aðstoðarmanna, er breytilegt eftir sérgrein og sjúkrahúsdeildum og er einnig háð aldri og reynslu þeirra lækna, sem eru til að aðstoða sérfræðinginn. Persónubundin heildarábyrgð sérfræðingsins helzt þó óbreytt þrátt fyrir tilkvaðningu aðstoðarmanna. 4. Sá tími, sem sérfræðingurinn helgar hverju sjúkrahúsi, á að vera nægur, .svo að ofangreindar skyldur séu inntar af hendi. Brezku tryggingarnar (N.H.S.) hafa takmarkað mjög fjölda " ,,consultanta“. Þeir, sem hafa komizt í slíkar stöður, oft eftir lang- an starfstíma, hafa þótt fá of mikil völd og of margar skyldur. Yngri sérfróðir læknar hafa átt erfitt uppdráttar. Þeim hefur þótt „consultant“ vera í ýmsu sviplíkur yfirlækni á þýzk- skandinavíska vísu. Fjöldi þeirra hefur ekki viljað una
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.