Læknablaðið - 01.02.1967, Page 84
50
LÆKNABLAÐIÐ
'Jtá lœkttum
Ólafur Mixa og Páll B. Helgason luku embættisprófi í læknisfræði
við Háskóla íslands í byrjun febrúar 1967.
★
Ólafur Hallgrímsson fékk almennt lækningaleyfi 29. desember
1966 og Eggert Þ. Briem og Helgi Zoéga 27. janúar 1967.
★
Þórir Helgason var hinn 29. desember 1966 viðurkenndur sérfræð-
ingur í lyflækningum, sérstaklega efnaskiptasjúkdómum. Hann er fædd-
ur í Reykjavík 15. febrúar 1932, stúdent frá M. R. 1952 og cand. med.
vorið 1959. Hann var námskandídat í Rvik 1959—60, en að því loknu
héraðslæknir í Kirkjubæjarhéraði í sex mánuði. Því næst hélt hann
til Bretlands, þar sem hann var við sérnám í rúm fimm ár, fyrst í tvo
og hálfan mánuð í Glasgow, þá í tvö ár og átta mánuði í Bolton, síðan
í fimm mánuði í Edinborg og loks í tvö ár i Aberdeen. Síðustu 16
mánuðina helgaði hann einkum efnaskiptasjúkdómum. Alm. lækninga-
leyfi 29. apríl 1961. Hann hefur opnað lækningastofu í Reykjavík. Rit-
gerðir: Iodides, goitre and myxoedema in chronic respiratory disorders
(Brit. J. Dis. Chast 1964); Trial of chlorpropamide in subclinical
diabetes (Diabetologia 1965); The intravenous glucose tolerance test
in pregnancy (Postgrad. Med. J. 1966); Treatment of subclinical diabetes
(Symp. on presympt. diagn. 1966).
★
Gunnar Guðmundsson varði hinn 10. desember 1966 doktorsritgerð
sina um flogaveiki á íslandi við læknadeild Háskóla íslands.
★
Grímur Jónsson, héraðslæknir í Laugaráshéraði, hefur verið skip-
aður héraðslæknir í Hafnarfjarðarhéraði frá 15. marz 1967.
★
Einar Th. Guðmundsson, héraðslæknir í Bíldudalshéraði, hefur
verið skipaður héraðslæknir í Eyrarbakkahéraði frá 1. júní 1967.
★
Jón G. Stefánsson cand. med. hefur verið settur héraðslæknir í
Hvammstangahéraði frá 1. janúar 1967.
★
Setning Helga Ingvarssonar sem yfirlæknis á Vífilsstaðahæli hefur
verið framlengd frá 1. dasember 1966 um óákveðinn tíma.
★
Bragi Ólafsson fékk lausn frá embætti héraðslæknis í Eyrarbakka-
héraði frá 31. janúar 1967, en hann hefur verið ráðinn aðstoðarborgar-
læknir í Reykjavík, eins og áður hefur verið greint frá.
★