Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 86
52
LÆKNABLAÐIÐ
DOKT ORSRIT GERD
A study o£ visna and mædi viruses and their relation-
ship to other viruses of animals, by Halldór Thormar,
Köbenhavn 1966. Dansk Videnskabsforlag.
Ofangreint rit eftir Halldór Þormar mag. scient. tók náttúru- cg
stærðfræðideild háskólans í Kaupmannahöfn gilt til doktorsvarnar
hinn 3. ágúst 1965. Samkvæmt tillögum deildarinnar samþykkti há-
skólaráð í september 1965 að láta munnlega doktorsvörn falla niður
vegna fjarveru Halldórs.
Var Halldóri því veitt nafnbótin: doctor philosophiae hinn 2.
maí 1966 án varnar, en það mun óvenjulegt við Kaupmannahafnar-
háskóla, þar sem enn er lagt nokkuð upp úr doktorsvörn og ekki
alltaf farið mjúkum höndum um doktorsefni.
Höfundur byggir ritgerð sína fyrst og fremst á 11 greinum, sem
birtust í erlendum vísindatímaritum á árunum 1969—1965. Slik vinnu-
tiihögun við doktorsritgerðir er orðin almenn í nágrannalöndum okk-
ar og þykir hafa marga kosti umfram hina hefðbundnu aðferð að
fella allt doktorsverkið í eina, og oft viðamikla bók, sem fæstir munu
lesa til nokkurrar hlítar.
Eins og heiti ritgerðarinnar ber með sér, fjallar hún um veirur,
sem valda tveimur hæggengum sjúkdómum í sauðfé. Báðir hafa sjúk-
dómar þessir valdið miklu tjóni hér á landi, og mæðiveikin varð um
skeið mjög alvarlegt fjárhagslegt og þjóðfélagslegt vandamál. Með
róttækum útrýmingaraðgerðum hefur tekizt að hamla svo gegn sjúk-
dómum þessum, að þeir mega heita horfnir úr sögunni hér á lanai.
Þegar hinar geigvænlegu sauðfjárpestir, garnaveiki, þurramæði
og votamæði, bar hér að garði, var þekking manna á þeim mjög' tak-
mörkuð, bæði hér og erlendis. Urðu íslendingar þá sem oftar að treysta
á sjálfa sig við lausn vandans.
Undanfarna áratugi hafa nær eingöngu íslenzkir menn unnið að
rannsóknum þessara sauðfjársjúkdóma. Árangurinn af starfi þeirra
hefur orðið sá, að nú geta þeir miðlað þekkingu öðrum þjóðum, sem
við vandamál þessi eiga að stríða.
Halldór Þormar er einn þeirra, sem unnið hafa að rannsóknum
þessara sjúkdóma undanfarin ár, og fjallar doktorsritgerðin um hiuta
af rannsóknum hans á því sviði. Er þar borið saman og lýst vcxti
visnu- og mæðiveiru í lifandi frumum. Þá er gerð grein fyrir vaxtar-
hraða veirnanna og hvernig fjölgun þeirra fer fram í frumunum. Lýst
er ákvörðun á stærð veii-nanna með mismunandi aðferðum, útliti þeirra
og gerð. Viðnám.sþróttur veirnanna hefur verið kannaður bæði gegn
ýmsum kemískum efnum, hita, hitasveiflum, útfjólubláu ljósi o. s. írv.
Höfundur greinir rækilega frá aðferð til að ákveða vaxtarstöðv-
andi mótefni gegn veirum þessum í blóði smitaðra kinda. Hefur próf
þetta leitt í ljós, að mjög náinn skyldleiki er milli visnu- og mæði-
veiru og milli mismunandi stofna af þessum veirum innbyrðis.
Á grundvelli rannsókna sinna kemst höfundur að þeirri niður-
stöðu, að veirur þær, sem valda mæði og visnu, séu náskyldar, og