Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1969, Page 36

Læknablaðið - 01.10.1969, Page 36
162 LÆKNABLAÐIÐ stækkun og hvítkornafækkun. Sést Jjctfa oftast hjá fólki, sem hef- ur lengi verið með virka liðagikt. Giktarhnútar myndast aðallega við beinrendur, og finnast þeir í 20—25% fullorðinna liðagiktarsjúklinga. Þeir eru stærri og hald- ast lengur en þeir hnútar, sem koma við febris rheumatica. Ef athugaðar eru hendur liðagiktarsjúklings, sést stundum erythema palmarae og rýrnun á húð með hitabreytingum. Þetta á að nokkru leyti rót sína að rekja til óstöðugleika í vasamotoriska kerfinu, og þetta fólk hefur oft kaldar, þvalar hendur og fætur. Brcytingar geta komið í hornhimnu (cornea), þvagefni (urea) og tárakirtla og valdið augnþurrki, sviða eða sjóndepru. Munn- vatnskirtlar og slímkirtlar í berkjum geta sýkzt. Munnvatns- og slímmyndun minnkar og veldur aukinni sýklasýkingarhættu. Klínisk einkenni um gollurshólgu (pericarditis) og fleiðrubólgu (pleuritis) eru sjaldgæf, þótt slíkar breytingar finnist stundum við vefjagreiningu. Æðabólgur (vasculitis) geta valdið gangraena og perineuritis, og er talið, að langvarandi sterameðferð auki hættu á því. Normo eða hypochrom anæmia með lágu járngildi í blóðvatni fylgir oft arthritis rheumatoides og er því meira áher- andi, sem sjúkdómurinn er virkari. 1 þessari upptalningu er stiklað á stóru og þá helzt höfð í huga einkenni fullorðinna liðagiktarsjúklinga. Á hörnum eru einkenn- in oft nokkuð á annan veg. Yfirleitt eru þau kröftugri. Hár hiti getur verið í byrjun, en það er sjaldgæft hjá fullorðnum. Sjúk- dómsbyrjun í einstökum lið, fátíðni giktarhnúta, maculopapulert útbrot, verkjaleysi, þrátt fyrir hólgna liði, svo og kröftug almenn einkenni frá fyrrgreindum líffærum, eru allt atriði, sem fremur marka sjúkdómsganginn hjá hörnum. Leucocytosis sést oftar, en giktarþáttur sjaldnar en hjá fullorðnum. Ekki er alltaf auðvelt að greiua liðagikt á hyrjunarstigi. Stirð- leiki, slen og verkjaslingir í útlimum eða hrygg eru allt of almenn einkenni til þess, að þeim sé alltaf gaumur gefinn. Engu að siður eru þau oft hin einu, sem liðagiktarsjúklingurinn kann að hafa um langa hríð. Vinnugeta og horfur eru hins vegar háðar því, að sjúkdómurinn þekkist sem fyrst. Því hefur Bandaríska giktarrann- sóknarsambandið (A.B.A.) tekið saman nokkur atriði, sem auð- velda eiga greiningu og kasta skýrara ljósi á skilgreiningarmörk liðagiktar. Þessi atriði voru sett fram 1958, endurskoðuð 1961 og aftur 1966, eins og Allander getur um í grein sinni. Séu þessi atriði notuð, má skilja á milli þriggja stiga í greiningunni. Fyrst kemur dæmigerð (classical) liðagikt, þar sem minnst 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.