Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1969, Qupperneq 45

Læknablaðið - 01.10.1969, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 169 vatni, miðast við, að hann sé óhnndinn þar. Sé hann bundinn gammaglóbúlíni (7S) eða frumum líkamans, eru prófin neikvæð. Með „immunofluorescent“ aðferð hefur tekizt að sýna giktarþátt í eitlunum, liðþeli og liðslími. Sumir telja, að með þessari aðferð sé unnt að finna giktarþátt hjá flestum sjúklingum með liðagikt (Arthritis Rheumatoides). 1 rannsóknum, sem gerðar voru i Finnlandi, reyndist Latex- prófið jákvætt hjá 85% sjúklinga með ákveðin liðagiktareinkenni, en Rose-Waaler prófið jákvætt hjá 67% af slíkum sjúklingum. Þar voru einnig rannsakaðir 500 sjúklingar, sem ekki höfðu ein- kenni Rheumatoid Arthritis, og kom þá í ljós, að Latex-prófið var jákvætt hjá 4.1% og Rose-Waaler hjá 1.6% þessara sjúklinga. Jákvætt Latex-próf finnst einnig oft í langvinnum smitsjúkdóm- um, svo sem berklum, holdsveiki, sárasótt, kala-azar og í einstaka tilfellum af rubella arthritis, sarkosídosis og krabbameini og jafnvel kransæðastíflu. Jákvætt próf fyrir giktarþátt hefur fund- izt í allt að 50% tilfella af lupus erytematosus. (L.E.-frumufyrir- bærið og kjarnasýrumótefni finnast meðal 20% sjúklinga með liðagikt (Arthritis Rheumatoides). Við lifrarsjúkdóma liafa fund- izt jákvæð próf fyrir giktarþátt í allt að 40% tilfella, þegar um skorpulifur er að ræða (cirrhosis liepatis), og próf fyrir giktar- þátt er jákvætt í Sjögrens-sjúkdómi. Mikilvægustu prófin eru Rose-Waaler, Acrylfixations- (AFT) og Rentonit-prófið, en Latex-prófið er handhægt og fljótlegt for- próf, en gefur fleiri rangar jákvæðar niðurstöður en Rose-Waaler prófið, þegar um er að ræða greiningu á liðagikt. Próf, sem byggjast á samloðun sýkla, er að mestu leyti hætt að nota og liggja til þess ýmsar ástæður. Algengast var að nota haemolytiska streptokokka, en prófið hyggist á því, að blóðvatn flestra einstaklinga hafa lágmarksmótefni gegn þessum sýklum, sem nægir til þess að hjúpa þá með gammaglóbúlíni (7S) án þess að samloðun þeirra verði sýnileg, nema giktarþáttur (RF) komi til sögunnar. Af öðrum prófum má nefna mælingu á C-reactive próteinum, en það próf skiptir nokkru máli í sambandi við mat á virkni sjúkdómsins og veitir hliðstæðar upplýsingar og sökkmæl- ing. Antistreptolysinákvörðun er mikilvæg við aðgreiningu á liða- gikt (Arthritis Rheumatoides) og giktsótt (Febris Rheumatica). Jákvætt próf fyrir giktarþátt er ekki hægt að líta á sem óbrigð- ult einkenni liðagiktar né heldur, að neikvætt próf útiloki sjúk- dóminn, en samt eru þessar rannsóknir veigamikill þáttur við greiningu liðagiktar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.