Læknablaðið - 01.10.1969, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ
179
Ásmundur Brekkan:
RÖNTGENGREINING
Við fjölmargar tegundir sjúkdómsgreininga gefur röntgen-
rannsókn okkur góða spegilmynd, ekki einvörðungu af útliti,
heldur ekki síður starfrænu ástandi líffæris eða kerfis, og því er
það, að í mörgum tilvikum er röntgenmyndin skuggamynd hinna
vefrænu skemmda og lífeðlisfræðiiegs eða sjúklegs ástands vefjar-
ins eða líffærisins.
Þelta sést einmitt vel við leit að og greiningu á arthritis
rheumatoides á byrjunarstigi sjúkdómsins. Eins og minnzt hefur
verið á, eru röntgenbreytinigar ein þeirra stoða, sem renna undir
staðfestingar- og útilokunargreininguna artliritis rheumatoides.
Einnig hefur verið minnzt á hina almennu útbreiðslu sjúkdómsins
og þær vefjaskemmdir, sem finna má utan liða.
Mikið af þessum breytingum má einnig röntgengreina, en ])ess
skal þó jafnframt getið, að hvorki hinar „fibrotisku“ og smá-
hnökróttu lungnavefjabreytingar, miltisstækkun né t. d. peri-
carditis, sem minnzt hefur verið á, geta talizt sérstæðar fvrir
giktsjúkdóminn í röntgengreiningu, enda þótt greining slíkra
breytinga styrki grundvöll sjúkdómsgreiningarinnar með hliðsjón
af öðrum einkennum.
Sama er raunar að segja um einstaka giktarlmúta, sem stundum
sjást í lungnavef, að það er aðeins með samhæfingu annarra grein-
inga og útilokun æxlis eða meinvarps, sem leyfilegt er að greina
„giktarhnút" í lunga.
í þessum fyrirlestri er samt brugðið upp myndum af stað-
'festum giktarbreytingum utan liða, 'þaðer: 1) rheumatoid nodulus
í lunga (sneiðmvnd), 55 ára karlmaður. Vef jagreining eftir brott-
ná'ni staðfestir gíejninguna. 2) Fibrosis periarterialis interstitialis
með lítilli íferð utarlega í lungum; 65 ára gömul kona með að
öðru leyti klíniskt, serologiskt og röntgenologiskt staðfestan
reumatoid arhritis.
Það er þó vitanlega fyrst og fremst að liðum og beinum, sem
athyglin beinist við greiningu á þessum sjúkdómi.
I sambandi við greiningu sjúkdómsins á frumstigi er það rann-
sóknin á smáliðum handarinnar, sem veitir hvað mestar upplýs-
ingar, en einnig eru sýndar hér nokkrar myndir af dæmigerðum