Læknablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 70
184
LÆKNABLAÐIÐ
Asperin, í hvaða formi sem sjúklingamir þola það, er bezta
lyfið. Ef venjulegar asperin-töflur, magnyl eða bufferin fara illa
í maga á að reyna tabl. acetyl-salicylicum enterosolubilis obductae,
sem leysast ekki upp fyrr en i mjógirni. Dreifa ber skömmtunum
jafnt yfir sólarhringiiui, og er æskilegast að hafa ldóðvatnsmagnið
um 20 mg%. Salicylmeðferð á að halda áfram eins lengi og sjúk-
dómurinn er virkur. önnur bólgueyðandi lyf koma þvi aðeins til
greina, að salicylöt valdi alvarlegum aukaverkunum, sem sjaldan
á sér stað, eða, að áhrif þeirra séu ófullnægjandi.
Butazolidin þarfnast nákvæms eftirlits vegna alvarlegra fylgi-
kvilla. Ráðlegast er að gefa ekki stærri skammta en 300 mg á
sólarhring til langframa.
Indomethacin veldur aukaverkunum i stórum stíl, ef gefnir
eru stærri skammtar en 100 mg á sólarhring.
Steroíðar eru nú taldir óhæfir til langtímameðferðar vegna
alvarlegra fylgikvilla, nema í undantekningatilfellum. Nauðsyn-
legt er að halda dagskömmtum innan við 7% uig Prednisolon lijá
körlum og ungum konum og innan við 5 mg hjá fullorðnum kon-
um. I svæsnum tilfellum er stundum réttlætanlegt og jafnvel nauð-
synlegt að gefa stutta steroíðameðferð, og er þá af ýmsum ástæð-
um æskilegra að nota ACTH.
Prednisolon og Triamcinolon inndælingar i liði halda þó velli
sem ein áhrifaríkasta lækning við liðbólgum.
Osmiumsýru-inndælingar í liði valda kemískri þeltöku (syno-
viectomiu), oft með löngum og góðum bata. Sama gildir um
Thiotepa. Enn eru ótalin tvö lyf, sem mikið eru notuð, en menn
greinir mjög á um. Það eru klórókín og gull, og er gullið áhrifa-
ríkara í því tillifi.
Klórókínið er talið æskilegra i vægari sjúkdómstilfellum, en
hafa verður nána gát á augnafylgikvilliun.
Gullið krefst nákvæms eftirlits vegna húðbólguhættu og blóð-
og nýrnafylgikvilla. Flestir telja langtímameðferð æskilega, ef
menn þola gullið á annað borð og það verkar.
„Immuno-suppressiv“ meðferð hefur verið reynd í svæsnustu
tilfellum með einhverjum árangri.
Hér hefur verið stiklað á stóru, og mun ég reyna að draga það
saman í enn styttra mál. Kappkosta ber að finna sjúklingana sem
fyrst og hefja meðferð. Grundvallarmeðferð, sem Skolar nota við
virkan A.R. á byrjunarstigi (Duthie og fleiri), virðist mér gefa
hezta raun, en hún er þannig:
1) Sjúklingar ligg.ja í rúminu í fjórar vikur.