Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1970, Page 28

Læknablaðið - 01.04.1970, Page 28
50 LÆKNABLAÐIÐ við komu 120 mm/klst., en lækkar smám saman niður í 25 nnn á klst. Þetta er ekki hin venjulega sjúkdómsmynd krabbameins. Hofman12 lýsir tveimur tilfellum og bendir á sameiginleg byrj- unareinkenni svo sem almennan slappleika, vanlíðan, megrun, bita, verk neðarlega í baki, hækkað sökk og hlóðleysi og virðist þetta vera sameiginlegt hjá allflestum sjúklingum, sem skráðir eru með R.F. Þetta eru einmitt algeng einkenni hjá sjúklingum, sem fá ónæmisverkanir. Hofmann vitnar í Goddard,10 sem fann að „anaphylaktiskar“ verkanir áttu sér stað í vissum frumum, sem voru ])ess megnugar að fjarlægja eða festa viðkomandi mót- efnavaka. Með tilraunum fann hann, að frumur, sem voru þar aðalþátttakendur, reyndust histiocytar, reticulo-endothel-frumur ásamt monocytum. Verkunin varð kringum æðar, taugar og fitu- vef með örvefshnúta (granuloma), sem innihélt histiocyta, fibro- blasta og collagen, sem síðar ummyndaðist í hyalin og að lokum urðu samdráttarbreytingar, þ.e.a.s. örvefur, sem lokastig. Þessar breytingar eru einnig þekktar undir nafninu general vasculitis eða perivasculitis og finnast hjá sjúklingum með verkanir gegn t. d. penicillini (erythema nodosum), veirueitri, efnafræðilegum efn- um (synthetiskum) og mörgu fleiru. Hoffman12 fann svipaðar breytingar i nýrum, liðum, vöðvum og retro-])eritonealt hjá sín- um sjúklingum og var sannfærður um, að R.F. sé liður í ofnæmis- reaction. Hjá ofannefndum sjúklingi hjaðnaði sá vöxtur eða þær bólgur, sem fundust á retro-])eritoneala svæðinu sjálfkrafa. Er það og eigi háttur krabbameins. Hins vegar fellur það vel að ])ví áliti Ornionds,20 að byrjandi örvefsmyndun (exudation) við ónæmisverkanir geti sogazt burtu (resorberist) að einhverju eða öllu leyti. Ormond álítur einnig, að R.F. tilheyri kollagensjúkdóm- um, sem allir eru kerfasjúkdómar með staðbundnum einkennum, en flestir telja, að orsakir kollagen-sjúkdóma séu af ofnæmis- uppruna. 1 siunum þeim sjúkdómum bafa fundizt mikið af mót- cfnum gegn eigin frumum, aðallega í gammaglobulin-flokknum. Það, sem veldur eiturverkunum, er samruni mótefnis og mótefna- vaka og einungis, þegar meira er af hinu síðarnefnda. Ormond vitnar í Raffel, sem lýsir, hvernig skaðleg áhrif verða fyrst og fremst í vöðvum og kollagenvef.22 1 samandregnum æð- um verða þelskemmdir (í minni slagæðum og háræðum) með segamyndum (hvítra hlóðkorna), dre])i í æðaveggnum og síðar æðaleka (exsudatio). Þegar mótefnin verða yfirgnæfandi, er tek- ið að fjarlægja mótefnavaka samruna frá hlóðinu, og stendur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.