Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1970, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.06.1970, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 93 fram í námskeiðum, sem standa í tvö ár, fyrri hluti annað árið og síðari hluti næsta ár. Kennslan miðar einkum að því að fullnægja kröf- um, sem gerðar eru til BA-prófs til undirbúnings kennslu við gagn- fræða- og menntaskóla, og aðeins er unnt að innritast í uppeldisfræði annað hvert ár. Kennaraskóli íslands og nokkrir aðrir sérskólar, sem brautskrá ekki stúdenta, munu hafa uppeldisfræði sem námsgreinar. Standa þar kennaraskólastúdentar betur að vígi en aðrir stúdentar við innritun í Háskólann. Fjöldi háskólastúdenta er stöðugt að aukast, og mun því vafalaust kreppa fljótlega að kennslunni í uppeldisfræði eins og öðrum greinum. Mætti slá tvær flugur í einu höggi, þ. e. auka aðstöðu til kennslu stúdenta og bæta við kennslu í uppeldis- og kennslufræði fyrir háskóla- kennara, með því að stofna nýja háskóladeild á grundvelli núverandi prófessorsembættis í uppeldisfræði. Þessi deild mundi þar að auki gegna sérstöðu innan háskólans með því að vera tengiliður milli allra deildanna og prýðilegur vettvangur til aukinnar samvinnu milli þeirra. Skólamál okkar eru ofarlega á baugi núna og skólakerfið undir smá- sjánni og harðri gagnrýni beitt gegn því. Hin nýja háskóladeild gæti orðið miðstöð rannsókna í skólamálum og ráðgefandi í þeim efnum fyr- ir menntamálaráðuneytið og aðrar forystustofnanir um menntun. Deild- in mundi jafnframt vera ráðgefandi innan háskólans og ætti að veita aðstoð við breytingar á kennsluskipulagi og kennsluháttum deildanna. Við marga erlenda háskóla eru kennarar, sem hafa stöður við fleiri en eina háskóladeild. Hér mætti einnig taka upp þann hátt með því, að hver háskóladeild hefði einn kennara, sem líka væri tengdur uppeldis- og kennslufræðideildinni, og mundi sá kennari annast samstarf deild- anna. Læknadeild hefur komið með það nýmæli að stofna stöðu kennslustjóra við deildina, og mun háskólanefndin hafa mælt með því, að slíkar stöður yrðu stofnaðar við aðrar deildir. Nú fara í hönd tímar hagsýni og sparnaðar, og væri ekki fráleitt, að væntanlegir kennslustjórar deildanna yrðu þeir kennarar, sem jafnframt störfuðu í nýju háskóladeildinni, og yrðu þannig tvö embætti sameinuð í eitt. Sérstaklega er ástæða til að vekja athygli á því, að þing NFMU beinir hluta tilmæla sinna til forráðamanna læknasamtaka og jafn- framt foi’ráðamanna menntamála. Tilmæli þessi virðast í fljótu bragði ekki beint vera í þeim verkahring læknasamtakanna, sem þau hafa skapað sér hér síðari ár, nema ef til vill 3. liðurinn, sem fjallar um menntun og próf í einstökum greinum læknisfræðinnar. Lækna- kennsla, hvort sem er í eða utan háskóla, hjlýtur þó að vera eitt af áhugamálum þeim, sem læknasamtökin eiga að tileinka sér. Þess vegna er nú ástæða til þess að hvetja til nánari samskipta og sam- vinnu milli læknadeildarinnar og læknasamtakanna varðandi við- hald og þróun læknastéttarinnar á íslandi. Einnig er vert að óska auk- innar samvinnu milli þeirra tveggja ráðuneyta, sem um. þessi mál fjalla, menntamálaráðuneytisins og heilbrigðismálaráðuneytisins. Læknadeildinni hefur nú verið haslaður völlur á lóð Landspítal- ans með alla sína starfsemi í framtíðinni. Þar munu rísa byggingar, sem Háskólinn og Ríkisspítalarnir standa að í sameiningu, Ef vel á að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.