Læknablaðið - 01.06.1970, Blaðsíða 50
92
LÆKNABLAÐIÐ
hann hafi lært að kenna. Reynslan sker svo úr um, þegar starf er
hafið, hvort kennari reynist jafnhæfur til kennslu og rannsókna. En
„vant er tveimur herrum að þjóna og vera báðum trúr“, segir málshátt-
urinn, og oftar líður kennslan vegna rannsóknanna en rannsóknirnar
vegna kennslunnar.
Vísindarannsóknir draga fé að skólunum og veita kennurum frægð
og tækifæri til frekari frama, en á þeirri braut er kennslan þeim frekar
fjötur um fót, þar sem hún er ekki metin til jafns við ritstörf og rann-
sóknir. Öllum er þó ljóst, að nauðsynlegt er háskólakennurum að vinna
að sjálfstæðum rannsóknum. Slík störf eru stöðug hvatning við kennsl-
una og beina kennurum og stúdentum inn á nýjar brautir. Á þennan
hátt hafa einnig flestar framfarir læknavísindanna orðið, og á háskól-
unum hvílir sú skylda að tryggja þessa þróun með því að ráða til sín
vísindamenn og veita þeim aðstöðu til starfa. Vandinn er sá að rata
hinn gullna meðalveg milli rannsókna og kennslu, ef sama manni eru
ætluð bæði störfin.
Ein leið til þess að jafna metin milli rannsókna og kennslu virðist
vera sú að krefjast menntunar í uppeldis- og kennslufræðum af um-
sækjendum um kennarastöður við háskólana. Við það vex virðing kenn-
arastarfsins sem slíks. Ánægja kennaranna með þann hluta starfsins
mun einnig aukast, þegar þeir vita og finna, að þeir eru vandanum
vaxnir, því að ekki er grunlaust um, að sumir hinna misheppnuðu há-
skólakennara líði í raun og veru af reynsluleysi við kennsluna og finni
sig betur komna við rannsóknastörfin, þar sem þekking þeirra er meiri.
Einn erindaflokkur þingsins byggðist á greinargerðum fulltrúa
Norðurlandanna fimm um núverandi menntun læknakennara í þessum
löndum. Kom skýrt í ljós, að til þessa hefur menntun læknakennara
yfirleitt ekki innifalið uppeldis- og kennslufræði, og svipað mun vera
um menntun meirihluta annarra háskólakennara. Við danska, norska
og sænska læknaskóla eru nú hafnar tilraunir til þess að bæta úr þess-
um menntunarskorti kennaranna, en finnskir skólar og læknadeildin
hér hafa enn ekkert aðhafzt í þessu efni. Fleiri þjóðir eiga við þetta
vandamál að stríða, og í Bandaríkjunum kvarta læknanemar t. d. sáran
undan lélegri kennslu og benda til samanburðar á afburðakennslu á
lægri skólastigum og við ýmsar aðrar háskóladeildir. Þetta er mörgum
bandarískum forystumönnum læknakennslu áhyggjuefni, því að þeir
telja læknaskólana missa af mörgum góðum nemendum til annarra
háskóladeilda, þar sem meiri kröfur eru gerðar til hæfni kennaranna
til kennslu.
Við skulum nú aðeins líta á málið frá sjónarhóli íslendinga. Há-
skóli Islands velur kennara sína fyrst og fremst úr röðum þeirra, sem
getið hafa sér orðstír vegna rannsóknarstarfa, en þrátt fyrir það að
þeim eru ætluð kennslustörf jafnframt rannsóknastörfum, er ekki sér-
staklega óskað eftir menntun eða reynslu í kennslu, þegar stöður eru
auglýstar. Ef læknadeildin ætlar að fara að tilmælum þings Nordisk
Federation för Medicinsk Undervisning varðandi menntun kennara í
uppeldis- og kennslufræðum, mun hún reka sig á, að næsta illa er búið
að þessum greinum í skólum hérlendis. Aðeins eitt kennaraembætti er
í uppeldisfræði við háskólann og tilheyrir heimspekideild. Fer kennslan