Læknablaðið - 01.06.1970, Blaðsíða 24
78
LÆKNABLAÐIÐ
mæli við greiningu á sjúkdómum innan höfuðskeljar. Hún er orðin
ómissandi öllum þeim, sem fást við greiningu á kvillum i heilabúi,
en hvergi er hún eins ótvíræð og við blæðingar utan á heila. Þar
gefur hún ætíð rétt svar, og menn, sem kunna vel til verka, geta
ekki aðeins fundið blæðingu, þó að litil sé, heldur og staðsett
hana með töluverðri nákvæmni (lengst af hefur dr. med. Gunnar
Guðmundsson tekið æðamyndir fyrir okkur i Landakotsspitala,
en nú hefur Jón læknir Sigurðsson tekið við). Þessi rannsókn
tekur nokkurn tíma. Oft má gera hana í staðdeyfingu, en stund-
um þarf að svæfa sjúklinginn. 1 viðlögum má hafa hjálp af berg-
málsmælingu (echoencephalografi). Sú mæling sýnir aðeins, hvort
miðlina heilans hefur færzt til hliðar, en ekki, hvað færslunni
veldur, og getur því ekki leyst æðamynd af hólmi.
Ég held, að allir séu sammála um, að æðamynd sé örugg grein-
ing á þessum blæðingum (Huher5, Kautsky og Ziilch6, McKissock
et al.3, Rosenbluth et al.4). McKissock4 ogRosenbluth4notuðuhana
að vísu aðeins við hluta af sjúklingum sínum, en hún brást aldrei,
þegar hún var notuð. Enn hefur rannsóknaraðferð þessi þann
lcost að vera því nær hættulaus fyrir sjúkling. Þegar leitað er
að hlæðingu, er venjulega um lifið að tefla, og myndi hún þó vera
gjaldgeng, að hún væri ekki alveg eins saklaus og raun ber vitni.
Við mikils háttar hrot á höfuðkúpu fer oft svo, að beinflísar
ganga inn i heila og skera hann og merja. Er þá oft, að brotið er
opið og marið sár á sverði, en hitt er og til, að flisar skeri heila
að lokaðri húð. Hér þarf að fjarlægja brot og hreinsa burtu mar-
inn vef og dauðan. Eins þarf að stöðva hlæðingu og loka basti,
sauma það saman, ef unnt er, en bæta að öðrum kosti, og er þá
hót tekin úr vöðvafelli. Að sjálfsögðu þarf að hreinsa svarðar-
sár, e. t. v. skera það hreint og loka á venjulegan hátt (Gurdjian
og Webster1, Ro^vbotham7). Er oft með ólíkindum, hve vel þessir
sjúklingar eru á sig komnir þrátt fyrir mikla sköddun á heila
(laceratio).
'Skotsár eru afbrigði af laceratio. Þau eru oftast djúp og ná
oft í gegnum höfuðkúpu. I kringum göng kúlunnar er heilinn
mariim, og fer það eftir afli hennar, hve mikil brögð eru að mar-
inu. Með þessi sár þarf að fara eins og þau, sem fyrr voru talin,
en þau eru oftast óhægari viðureignar, göngin eru löng og mjó,
og oft er ekki hægt að hreinsa þau öll (Matson8).
Afdrif sjúklings fara eftir því, hve mikið heilinn hefur skadd-
azt og/eða eftir því, hvað kúlan hefur skemmt.