Læknablaðið - 01.06.1970, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
75
sorberast“ ekki, og þegar frá líður klofna eggjahvitusameindir í
aðrar smærri. Við það eykst gegnrenns 1 isþrýstingur í blóðkök-
unni, hún dregur í sig vökva, eykst að fyrirferð, veldur vaxandi
þrýstingi og dregur sjúkling alla jafna, ef ekki ætíð, til dauða.
Krayenbúhl og Noto2 segja: „ . . . dass alle subdurale Hámatome
uniweigerlich zum Tote des Patienten fúhren, wenn nicht recht-
zeitig ein chirurgischer Eingriff, d.h. die Evakuation des Háma-
tomes erfolgt.“
Dánartala þeirra sjúldinga, sem til aðgerðar koma, er há, hærri
hjá gömlu fólki en ungu. A það við um öll heilaslys, að gamalt
fólk þolir þau miklum mun verr en ungt. Þeim er líka hættara,
sem fá mikla blæðingu, en hinum, sem blæðir hægt og lítið. Þess
ber og að gæta, að þeir sjúklingar, sem verða fyrir áverka, sem
veldiu’ mikilli blæðingu, hafa oft eða oftast nær orðið fyrir meiri
sköddun en blæðingunni einni saman. Oft er heili marinn jafn-
framt, stundum á botni (hypothalamus), heilastofni eða hrú, og
eru þessir áverkar einatt banamein, þótt Jjrýstingi af blæðingunni
hafi verið létt af.
Gurdjian og Webster1 segja: „The suhdural haematoma which
causes compression in less than 12 hours, is usually fatal, whether
it is removed or not.“
Krayenbúhl og Noto2 tóku saman 286 tilfelli eftir 17 höfund-
um, og var dánartalan í þeim hópi 20%.
McKissock et al.3 segja frá 380 sjúklingum, sem komið höfðu
i þrjá spítala hrezka til aðgerða á árunum 1940 til 1958. Skipta
þeir sjúklingum í þrjá hópa:
1) Acut, yngri en þriggja daga; dánartala 51 %,
2) Subacut, þriggja daga til þriggja vikna; dánartala 24%,
3) Chronisk, eldri en þriggja vikna; dánartala 6%.
En af öllum hópnum dó fimmti hver maður eða 20%.
Rosenbluth et al.4 telia fram 100 tilfelli frá sjúkrahúsum í
Chicago. Þeir flokka sjúklinga eins og McKissock:
1) Acut; dánartala 59%,
2) Suhacut; dánartala 41%,
3) Cln-onisk; dánartala 23%.
Heildardánartalan var 42%.
Huher5 getur um 49 tilfelli frá háskólaspítalanum í Bern, sem
komu þar 1956 til 1963. Afdrif þeirra sjúklinga voru sem hér
segir: i' 11 i ' :~ITn
1) Acut; dánartala 60%,