Læknablaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ
125
send með fyrstu flugferð til Kaupmannahafnar, þar sem þau voru
rannsökuð á Statens Seruminstitut.
I 1, 2 I 3, 4, 5 Fjölskylda B, 1. mynd. — SJÚKRASÖGUR Engin saga um óeðlilega blæðingu. Engin saga um blæðingar hjá þessum systrum. Elzta systirin átti börn, sem ekki er vitað til, að hafi haft blæðingareinkenni. Næstelzta systirin átti eitt barn, sem dó á 1. mánuði. Ekki er vitað um orsök. Þriðja systirin dó ung.
I 6, 7 Ekki vitað um blæðingareinkenni hjá þessum hjónum.
II 1, 2, 3, 4, 5 Án blæðingareinkenna.
II 6 Miklar og langvarandi blæðingar eftir tanndrætti og smááverka. Engin saga um blæðingar í vöðva eða liði.
II 7 Miklar og langvarandi blæðingar eftir tanndrátt, þeg- ar hún var innan við tvítugt. Var rúmlega fertug, er teknar voru úr henni ellefu tennur í sama skipti án óeðlilegra blæðinga. Mjög marblettagjörn, fær stóra marbletti af litlu tilefni. Ekki óeðlilegar blæðingar í sambandi við fæðingar eða klæðaföll.
II 8 Miklar blæðingar í sambandi við tanndrætti.
III 1—13 Án blæðingareinkenna.
III 14 Án blæðingareinkenna.
III 15 Án blæðingareinkenna.
III 16—21 Án blæðingareinkenna.
III 22 Miklar og tíðar nefblæðingar. Blæðir mikið úr smá- skeinum. Þarf lítinn áverka á höfuð til að fá „stórar kúlur“. Fær auðveldlega stóra marbletti. Tvívegis hafa verið dregnar úr honum tennur á sjúkrahúsi, og hefur hann þá fengið storkuefni í æð.
III 23 Kirtlar teknir, er hann var eins árs, og blæddi þá svo mikið, að hann var talinn í lífshættu um skeið. Miklar blæðingar eftir tanndrátt. Einu sinni blæddi mjög lengi eftir tungubit. Hann hefur farið úr liði á báðum