Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 113 líðan eða veiklar hjartað, svo að ekki verður ráðin bót á nieð lyfjum. Ef f.a. endurtekur sig eftir nokkra mánuði og sjúklingur- inn hefur á tímabilinu fengið verulega bót, kemur mjög til álita að endurtaka raflostmeðferðina. Gamalt fólk með fibrillatio atriorum hefur nokkra sérstöðu. Því vegnar oft vel á digitalismeðferð og tekst fremur að takmarka áreynslu í samræmi við afköst hjartans. Hjartsláttartruflunin hef- ur oft staðið lengi og því eru minni likur á varanlegum árangri af raflostmeðferð. í flestum tilfellum er því digitalismeðferð full- nægjandi hjá gömlu fólki og þvi ekki gerð tilraun til að koma á sinusrhythma. Af framangreindu má ráða, að rétt er að reyna raflostmeðferð við f.a., þegar hjartasjúkdómurinn er vægur, fibrillationin hefur staðið stutt. Eftir vel heppnaðar skurðaðgerðh' á hjarta eða þegar ráðin hefur verið bót á hjartasjúkdómnum með öðrum hætti og orsök f.a. numin brott (thyreotoxicosis). Eins er rétt að reyna raflostmeðferð í þeim tilfellum, þegar ekki næst viðunandi árang- ur við f.a. með digitalis og i einstaka tilvikum við bráða hjarta- bilun, þegar hjartsláttartruflunin á verulegan þátt í sjúkdómnum. Undirbúningur undir aðgerð Fyrir aðgerð eru sjúklingnum gefnir vægir skammtar af digitalis. Hafi hann áður fengið fullan digitalisskammt, er hætl við digitalisgjöf í tvo daga fyrir aðgerðina til að draga úr hættu á alvarlegum hjartsláttartruflunum. Einstaka menn telja Jjó ekki ástæðu til að draga úr digitalisgjöf fyrir hjartaraflostmeðferð.7 Ef fyrirhugað er að nota kínídín til að koma í veg fyrir aftur- kipp, er í-étt að byrja að gefa lyfið tveim dögum fyrir aðgerð. Gefin eru 200 mg fjórum sinnum á dag. Þessi kínídinskammtur nægir til að koma á sinusrhythma hjá nokkrum sjúklinganna, svo að raflostmeðferð verður Jjá óþörf. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með sjúklingunum, eftir að þeir hyrja að taka kínídín, J>ví að dæmi eru til, að lyfið valdi hættuleg- rnn hjartsláttartruflunum við slíkar aðstæður. Jafnan þarf að svæfa sjúklingana skammri svæfingu fyrir aðgerðina. Lyfjaforgjöf (premedicatio) er ónauðsynleg og jafnvel skað- leg, J>ví að deyfilyf veikla hjartað. Framkvæmd aðgerðar Rafskaut eru lögð þannig, að rafstraumurinn fari eftir lang- öxli hjartans. Flestir kjósa J>ví að leggja annað skautið á svæðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.