Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1970, Page 21

Læknablaðið - 01.08.1970, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 113 líðan eða veiklar hjartað, svo að ekki verður ráðin bót á nieð lyfjum. Ef f.a. endurtekur sig eftir nokkra mánuði og sjúklingur- inn hefur á tímabilinu fengið verulega bót, kemur mjög til álita að endurtaka raflostmeðferðina. Gamalt fólk með fibrillatio atriorum hefur nokkra sérstöðu. Því vegnar oft vel á digitalismeðferð og tekst fremur að takmarka áreynslu í samræmi við afköst hjartans. Hjartsláttartruflunin hef- ur oft staðið lengi og því eru minni likur á varanlegum árangri af raflostmeðferð. í flestum tilfellum er því digitalismeðferð full- nægjandi hjá gömlu fólki og þvi ekki gerð tilraun til að koma á sinusrhythma. Af framangreindu má ráða, að rétt er að reyna raflostmeðferð við f.a., þegar hjartasjúkdómurinn er vægur, fibrillationin hefur staðið stutt. Eftir vel heppnaðar skurðaðgerðh' á hjarta eða þegar ráðin hefur verið bót á hjartasjúkdómnum með öðrum hætti og orsök f.a. numin brott (thyreotoxicosis). Eins er rétt að reyna raflostmeðferð í þeim tilfellum, þegar ekki næst viðunandi árang- ur við f.a. með digitalis og i einstaka tilvikum við bráða hjarta- bilun, þegar hjartsláttartruflunin á verulegan þátt í sjúkdómnum. Undirbúningur undir aðgerð Fyrir aðgerð eru sjúklingnum gefnir vægir skammtar af digitalis. Hafi hann áður fengið fullan digitalisskammt, er hætl við digitalisgjöf í tvo daga fyrir aðgerðina til að draga úr hættu á alvarlegum hjartsláttartruflunum. Einstaka menn telja Jjó ekki ástæðu til að draga úr digitalisgjöf fyrir hjartaraflostmeðferð.7 Ef fyrirhugað er að nota kínídín til að koma í veg fyrir aftur- kipp, er í-étt að byrja að gefa lyfið tveim dögum fyrir aðgerð. Gefin eru 200 mg fjórum sinnum á dag. Þessi kínídinskammtur nægir til að koma á sinusrhythma hjá nokkrum sjúklinganna, svo að raflostmeðferð verður Jjá óþörf. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með sjúklingunum, eftir að þeir hyrja að taka kínídín, J>ví að dæmi eru til, að lyfið valdi hættuleg- rnn hjartsláttartruflunum við slíkar aðstæður. Jafnan þarf að svæfa sjúklingana skammri svæfingu fyrir aðgerðina. Lyfjaforgjöf (premedicatio) er ónauðsynleg og jafnvel skað- leg, J>ví að deyfilyf veikla hjartað. Framkvæmd aðgerðar Rafskaut eru lögð þannig, að rafstraumurinn fari eftir lang- öxli hjartans. Flestir kjósa J>ví að leggja annað skautið á svæðið

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.