Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 133 Þó var gerð athugun í þessu skyni með storkuefnamælingu á propositæ, III 4, fyrir blóðgjöf og síðan 15 klst. eftir. Gildi síðari mælingarinnar (56%) finnst okkur gefa til kynna aukningu á faktor VIII umfram það, sem sjúldingur fékk við blóðgjöfina, og bafi hún þvi örvað sjúkling til eigin framleiðslu á faktor VIII. Þrátt fyrir þessa vöntun á rannsóknina þykir okkur lítill vafi leika á um greiningu. Erfðaháttur, sjúkdómsmynd og lengdur blæðitími hjá einstaklingum og lækkun á faktor VIII hjá háðum kynjum í báðum fjölskyldum er samsteypa af þáttum, sem skilur eftir litlar efasemdir um, að þetta sé von Willebrandssjúkdómur. Um erfðafræðileg og' ættfræðileg atriði. I fjölskyldum, sem lýst er, svo og fjölskyldu þeirri, sem áður var lýst,G kemur fram breytileiki, bæði hvað snertir sjúkdómseinkenni og magn storku- efnis (faktor VIII), sem er vel þekktur af rannsóknum margra höfunda.15 I umræddum fjölskyldum eru dæmi um einstaklinga með blæð- ingareinkenni bæði með og án lækkunar á faktor VIII og einnig dæmi um aðra án blæðingareinkenna, en með óeðlilega lækkun á faktor VIII gildum. Þá finnast og einstaklingar, þar sem hvorki sjúkdómseinkenni né mæling á storkuefni gefa til kynna tilvist hins afbrigðilega erfðavísis, þótt staða hlutaðeigandi einstaklings innan fjölskyldunnar gefi óbeinar sannanir fyrir því. Þessi breyti- leiki og skortur á rannsóknaraðferð, sem örugglega „finnur gen- ið“, veldur því, að ekki koma til skila allir þættir, sem sérkenna ókynbundinn ríkjandi erfðahátt. Þetta endurspeglast m. a. í frá- vikum, sem koma fram í kyn- og erfðahlutföllum hjá systkina- hópum umræddra fjölskyldna (B og C), og á þetta einnig við um íjölskyldu A.° Allrækilegar ættfræðiathuganir, sem gerðar hafa verið til að finna skyldmennatengsl milli þessara þriggja fjölskylduhópa, hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Líklegt verður þó að telja, að þessar fjölskyldur beri í sér sams konar erfðavísi, sem eigi sér upphaf í stökkbreytingu (mutation) hjá forforeldri, sem sé sam- eiginlegt þessum fjölskyldum. Að hugsa sér tvær eða fleiri sjálf- stæðar stökkbreytingar af sömu tegund hjá íbúum þessara héraða verður að telja miklu ólíklegri skýringu. Um meðferð. Markviss meðferð grundvallast að sjálfsögðu á réttri greiningu og enn fremur í nægilega tíðum mælingum á storkuefnum bæði hjá sjúklingnum og á inndælingarefnum, sem ætluð eru til að bæta úr skorti storkuefna hjá sjúklingi. Slíkar mælingar eru ekki framkvæmdar hér á landi. Þótt nokkra hjálp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.