Læknablaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ
121
LÆKNABLAÐIÐ
56. árg. Ágúst 1970
FELAGSPBENTSMIÐIAN H F.
KRANSÆÐASJÚK-
DÓMAR 0G SÍGARETTU-
REYKINGAR
Staðreyndir þær, sem fyrir
liggja um manndauða og
heilsutjón af völdum sígarettu-
reykinga og fjallað var um í
þessum dálkum í síðasta hefti
Læknablaðsins, eru þess eðlis,
að læknar geta með engu móti
lengur vikið sér undan að vinna
með einbeitni og ölhun tiltæk-
um ráðum gegn tóbaksbölinu.
Áróðurinn gegn þessu böli er
óverulegur miðað við áróður
fyrir því i sumurn fjölmiðlum.
1 WHO CHRONICLE, Vol.
24, No. 8, 1970, er birt greinar-
gerð C. M. Fletcher og D. Horn:
Reykingar og heilsa. Það er
ástæða til að skora á alla lækna
að ná sér í þessa greinargerð.
Einn kafli greinargerðarinn-
ar fjallar um kransæðasjúk-
dóma og reykingar. Þar segir
m. a. á þessa leið: Rannsóknum
á dauðsföllum ber saman um,
að dauði af völdum kransæða-
sjúkdóma er tíðari hjá sígar-
ettureykingarmönnum en ])eim,
sem reykja ekki; að aukning
dauðsfalla helzt í hendur við
aukna sígarettuneyzlu, að
dauðsföll verða færri hjá þeim,
sem hætta að reykja, en þeim,
sem ekki gera það. Dánartíðni
vegna la’ansæðasjúkdóma er
hærri hjá þeim, sem reykja
„oni“ sig, og þeim, sem hefja
reykingar ungir að árum.
Vegna tíðni kransæðasjúkdóma
veldur hin litla hlutfallslega
aukning á dauðsföllum í hópi
reykingarmanna umfram þá,
sem deyja vegna kransæðasjúk-
dóma og reykja ekki, því, að
miklu fleiri og yngri deyja af
völdum kransæðasjúkdóma og
sígarettureykinga en lungna-
la'abbameins.
I þremur víðtækum rann-
sóknum í Bandaríkjunum og
einni í Rússlandi fannst stig og
tíðni kransæðasjúkdóma (athe-
roma) í líkum nátengd fyrri
tóbaksneyzlu.
Þess er og getið i þessum
greinarkafla, að tölfræðilegar
ramisóknir hafi leitt í Ijós, að
sígarettureykingar eru tengd-
ar kransæðasjúkdómum, óháð
ýmsum öðrum þáttum, sem
taldir eru geta valdið krans-
æðasjúkdómum, eins og offita,
sykursýki, háþrýstingur, lík-
amlegt áreynsluleysi o. fl.
Þá er sagt frá því, að læknar
í Englandi og AVales á aldrin-
um 35-64 ára hafi farið í sígar-
ettubindindi í stórum stil. Hjá
þeim hefur orðið 6% minni
dauðsfallatíðni af völdum