Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 24
116 LÆKNABLAÐIÐ Tachycardia ventricularis (t.v.): Raflostmeðferð er mjög ár- angursrík við t.v. (Lotwn10). Hjá allt að 97% sjúklinga kemst á sinusrhythmi. Þegar sjúklingar með t.v. eru í losti eða eru að öðru leyti alvar- lega veikir, er raflostmeðferðin fljótvirkust og áhrifaríkust, og ber að nota hana í þeim tilvikum. Hjá þeim sjúklingum, sem þola hinn hraða hjartslátt vel, má fyrst reyna lyfjameðferð: Lidocain allt að 100 mg i.v. eða procainamid allt að 500 mg i.v. Ef þessi meðferð ber ekki árangur, er hættuminna að gefa raflost en að halda áfram með stóra skannnta af framangreindum lyfjum. Raflostmeðferð á lyflækningadeild Landspítalans Á lyflækningadeild Landspítalans hefur hjartaraflostmeðferð verið notuð síðan í ársbyrjun 1966. Aðferðinni hefur verið beitt gegn margvíslegum hjartsláttartruflunum, en þó langoftast við endurlífgun sjúklinga með fibrillatio ventriculorum, einnig við tachycardia ventricularis, fluctuatio atriorum, tachycardia atrialis og fibrillatio atriorum. Hér verður nánari grein gerð fyrir bjartaraflostmeðferð og árangri hennar á 20 sjúklingum með fibrillatio atriorum, sem lágu á lyflækningadeild Landspítalans á árunum 1966 til 1968. Alls var aðgerðin framkvæmd á 22 sjúklingum með f.a. á þessu tímabili, en vitað er um árangúr hjá 20. Hér er um að ræða 17 karlmenn og þrjár konur mcð margvíslega hjartasjúkdóma, svo sem nánar verður skýrt frá. Áður en aðgerðin var framkvæmd, var sjúklingurinn lagður inn á deildina til sjúkdómsgreiningar og til undirbúnings undir aðgerð. Undirbúningurinn var fólginn í því að draga úr digitalis- gjöf, ef sjúklingurinn hafði áður verið á fullri digitalisgjöf eða hafði tekið of mikið af digitalis. Þeim sjúklingum, sem höfðu ekki áður notað lyfið, var gefið digitalis í vægum skömmtum. öllum sjúklingunum var gefið kínídín til reynslu í einn til tvo daga fyrir raflostmeðferð. Þetta var gert til að ganga úr skugga um, að sjúklingarnir þyldu kínídín með langvarandi kinídíneftir- meðferð í huga. Gefin voru 200 mg fjórum sinnum á dag. Fyrir kom, að sinusrhytbmi kæmist á, eftir að byrjað var á kínidín- gjöfinni, og þannig komust nokkrir sjúklingar hjá raflostmeðferð. Allir sjúklingarnir voru svæfðir skammvinnri svæfingu fyrir aðgerð með svæfingarlyfi i æð. Framkvæmdu læknar svæfingar- deildar Landspítalans svæfinguna í öllum tilfellum. Lyfjaforgjöf var ekki viðhöfð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.