Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 24

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 24
116 LÆKNABLAÐIÐ Tachycardia ventricularis (t.v.): Raflostmeðferð er mjög ár- angursrík við t.v. (Lotwn10). Hjá allt að 97% sjúklinga kemst á sinusrhythmi. Þegar sjúklingar með t.v. eru í losti eða eru að öðru leyti alvar- lega veikir, er raflostmeðferðin fljótvirkust og áhrifaríkust, og ber að nota hana í þeim tilvikum. Hjá þeim sjúklingum, sem þola hinn hraða hjartslátt vel, má fyrst reyna lyfjameðferð: Lidocain allt að 100 mg i.v. eða procainamid allt að 500 mg i.v. Ef þessi meðferð ber ekki árangur, er hættuminna að gefa raflost en að halda áfram með stóra skannnta af framangreindum lyfjum. Raflostmeðferð á lyflækningadeild Landspítalans Á lyflækningadeild Landspítalans hefur hjartaraflostmeðferð verið notuð síðan í ársbyrjun 1966. Aðferðinni hefur verið beitt gegn margvíslegum hjartsláttartruflunum, en þó langoftast við endurlífgun sjúklinga með fibrillatio ventriculorum, einnig við tachycardia ventricularis, fluctuatio atriorum, tachycardia atrialis og fibrillatio atriorum. Hér verður nánari grein gerð fyrir bjartaraflostmeðferð og árangri hennar á 20 sjúklingum með fibrillatio atriorum, sem lágu á lyflækningadeild Landspítalans á árunum 1966 til 1968. Alls var aðgerðin framkvæmd á 22 sjúklingum með f.a. á þessu tímabili, en vitað er um árangúr hjá 20. Hér er um að ræða 17 karlmenn og þrjár konur mcð margvíslega hjartasjúkdóma, svo sem nánar verður skýrt frá. Áður en aðgerðin var framkvæmd, var sjúklingurinn lagður inn á deildina til sjúkdómsgreiningar og til undirbúnings undir aðgerð. Undirbúningurinn var fólginn í því að draga úr digitalis- gjöf, ef sjúklingurinn hafði áður verið á fullri digitalisgjöf eða hafði tekið of mikið af digitalis. Þeim sjúklingum, sem höfðu ekki áður notað lyfið, var gefið digitalis í vægum skömmtum. öllum sjúklingunum var gefið kínídín til reynslu í einn til tvo daga fyrir raflostmeðferð. Þetta var gert til að ganga úr skugga um, að sjúklingarnir þyldu kínídín með langvarandi kinídíneftir- meðferð í huga. Gefin voru 200 mg fjórum sinnum á dag. Fyrir kom, að sinusrhytbmi kæmist á, eftir að byrjað var á kínidín- gjöfinni, og þannig komust nokkrir sjúklingar hjá raflostmeðferð. Allir sjúklingarnir voru svæfðir skammvinnri svæfingu fyrir aðgerð með svæfingarlyfi i æð. Framkvæmdu læknar svæfingar- deildar Landspítalans svæfinguna í öllum tilfellum. Lyfjaforgjöf var ekki viðhöfð.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.