Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 48
128 LÆKNABLAF/IÐ bakteríum. Fibrinogen í plasma 175 mg%. Blæðingartími 19 mín. Storkutími IVz mín. Sjúkdómsgangur og meðferð var þessi: Sjúklingur fékk strax á komudegi 500 ml blóðgjöf. Hún var mjög lasin og óróleg og fékk því 10 mg Phenergan og 60 mg Actocortin fyrstu nóttina, og Penbritin- meðferð var hafin vegna hitahækkunar. Næsta dag, hinn 12.7., þurfti að skera inn á æð til að gefa henni glucosu-inngjöf, og síðan fékk hún 500 ml blóðgjöf. Blæðing hélt áfram, og þriðja daginn, 13.7., fékk hún þriðju blóðgjöfina 500 ml og þann dag blæddi í fjögur bindi. Á fjórða degi, 14.7., fór líðan batnandi; hún fékk blóðgjöf 1 poka „packed cells“ 300 ml. Þá var henni og gefin Primociston sprauta 1 ml í samráði við kvensjúkdómalækna. 15.7. fékk hún tvo poka „packed cells“ og 1 ml Primociston, og blæðing fór minnkandi. Eftir þrjár síðustu blóð- gjafirnar hækkaði blóðrauði hennar úr 6,9 g% í 11,0 g%, og var þá blóðgjöfum hætt. 16.7. stöðvaðist blæðingin um leggöng. Hinn 19.7. fékk hún nefblæðingu, sem var stöðvuð með tróði. Úr því fór líðan hennar hratt batnandi, og hinn 20.7. fór hún á fætur. Hún fékk þó blóðnasir 25.7., sem stöðvuðust fljótt af sjálfu sér. Hb % mældist 12,2 g% 21.7. Sýni var tekið til storkuefnamælinga hinn 22.7. og sent til Kaupmannahafnar og reyndist innihalda 60% af faktor VIII. Sjúklingur útskrifaðist 26.7. við góða heilsu og fékk járntöflur í nesti. Blæðingartími 13 mín. Storkutími 5y2 mínúta. Hinn 30. s. m. kom hún aftur í skyndi inn á deildina vegna blæð- inga um leggöng. Hafði byrjað að blæða kvöldið áður, og blæddi stöð- ugt mikið. Hún var þó mun betur á sig komin en í fyrra skiptið, púls 80, blóðþrýstingur 130/70, Hb 11,7 g%. Hct. 34,5 vol.%. MCHC 33,9%, hvít blóðkorn 7950, blæðingartími 13,5 mín., storkutími 6,5 mín. Strax við kcmu hinn 30.7. var tekið blóðsýni til nánari ákvörðun- ar á storkuefnum. Það innihélt 38% faktor VIII. Síðan var henni gefið blóð, 500 ml, kl. 19—21 samdægurs. Morguninn eftir, 15—16 klst. síðar, hinn 31.7., var tekið annað blóðsýni til ákvörðunar á faktor VIII og reyndist innihalda 56% faktor VIII. Blæddi nokkuð fyrstu dagana, og hún hafði verki yfir lífbeini, þar sem fannst spennt leg, sem tæmdi sig við þrýsting. Hb. lækkaði i 9,6 g% hinn 2.8. Kvensjúkdómalæknir ráðlagði að gefa ekki hormón, nema nauðsyn krefði, þar eð hér væri líklega um brottfallsblæðingu að ræða eftir fyrri Primociston-gjöf. Þar eð sjúklingi hélt áfram að blæða og Hb. hækkaði ekki við jámgjöf, var hinn 8.8. gefin Primociston-innspýting 1 ml, og eftir það hætti blæðingin, og sjúklingur útskrifaðist við góða heilsu hinn 11. s.m. með Hb. 12,2 g%. Hún fékk járn og C-vítamín í nesti. Hinn 25.8. byrjuðu tíðablæðingar, og kom því sjúklingur gangandi á lyflækningadeildina næstu daga í eftirlit. Þessi blæðing var lítÍL, um eitt bindi á nóttu, og hélzt Hb. milli 13,1—14,4 g% og stöðvaðist blæð- ing af sjálfu sér hinn 7.9. Telpunni leið þá vel og var byrjuð í skólan- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.