Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 46
154 LÆKNABLAÐIÐ 42 stundir á viku á þeim dagstíma, sem 4. grein tilgreinir, en að auki koma störf í framhaldi af dagvinnu, þai' með talin þjón- usta við sjúklinga hlutaðeigandi sjúkrahúss og utanspítalasjúkl- inga, svo og vísindaleg vinna og kvöldstofugangur. Fari vinna læknis samkvæmt þessu fyrirkomulagi fram úr 42 stundum á viku, skal greiða fyrir hana sem yfirvinnu samkvæmt sanmingi þessum.“ Samningur þessi er ekki í samræmi við samþykktir Læknafélags Reykjavíkur, þar sem í nefndaráliti um framtíðar- skipulag spítalalæknisþjónustunnar,3 sem Læknafélag Reykja- vikur samþykkti á fundi, segir svo um visindavinnu á sjúkra- húsum: „Gæði og gagnsemi læknavinnu á sjúkrahúsi verður að- eins metin með vísindalegum störfum. Þau störf eru forsenda þróunar og framfara á sjúkrahúsi. Það er skoðun nefndarinnar, að vísindastörf séu sorglega lítil á íslenzkum sjúkrahúsum. Hún álítur það eina af höfuðskyldum lækna og heilhrigðisstjórnar að marka í þessum efnum ákveðna og framkvæmanlega stefnu. Hér má hvorki tilviljun ein ráða né það, að framgangur málsins sé látinn hvíla einvörðungu á áhuga og fórnfýsi einstakra lækna.“ Ef framfylgja á ofangreindum ákvæðum í sanmingi L.R. við ríki og borg varðandi vinnutima og vísindavinnu, er vafasamt, að Landspítalinn og Borgarspitalinn séu hæfir til þess að taka að sér kennsluhlutverk, þar sem vísindastörf á að vinna, þegar fullu dagsverki er lokið, þ. e. eftir 36 klst. vinnuviku. Vísindavinna, sem unnin er þannig að staðaldri, getur varla orðið mikil lyftistöng framfara. Eiga læknar að leggja allt kapp á að fá þessari grein sanmingsins lireytt, þannig að vísindastörf tilheyri dagvinnu, því að annað er ekki sæmandi í samningi stétt- arfélagsins, þar sem félagarnir hafa lögum samkvæmt þá skyldu á herðum að eiga að viðhalda þekkingu sinni. ÚRDRÁTTUR Skýrt er frá nokkrum af niðurstöðum þings, sem haldið var 1 Odense árið 1968 og fjallaði m. a. um kennslusjúkrahús. Síðan er rætt um kennslusjúkrahús á Islandi og einkum hvað snertir stjórnun, stærð, verkaskiptingu, ráðningu kennara og visinda- störf þeirra og annarra sjúkrahúslækna. Lögð er áherzla á þrjú hlutverk kennslusjúkrahúss: 1. lækningar, 2. kennsla, 3. vísindastörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.