Læknablaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 46
154
LÆKNABLAÐIÐ
42 stundir á viku á þeim dagstíma, sem 4. grein tilgreinir, en
að auki koma störf í framhaldi af dagvinnu, þai' með talin þjón-
usta við sjúklinga hlutaðeigandi sjúkrahúss og utanspítalasjúkl-
inga, svo og vísindaleg vinna og kvöldstofugangur. Fari vinna
læknis samkvæmt þessu fyrirkomulagi fram úr 42 stundum á
viku, skal greiða fyrir hana sem yfirvinnu samkvæmt sanmingi
þessum.“ Samningur þessi er ekki í samræmi við samþykktir
Læknafélags Reykjavíkur, þar sem í nefndaráliti um framtíðar-
skipulag spítalalæknisþjónustunnar,3 sem Læknafélag Reykja-
vikur samþykkti á fundi, segir svo um visindavinnu á sjúkra-
húsum: „Gæði og gagnsemi læknavinnu á sjúkrahúsi verður að-
eins metin með vísindalegum störfum. Þau störf eru forsenda
þróunar og framfara á sjúkrahúsi.
Það er skoðun nefndarinnar, að vísindastörf séu sorglega lítil
á íslenzkum sjúkrahúsum. Hún álítur það eina af höfuðskyldum
lækna og heilhrigðisstjórnar að marka í þessum efnum ákveðna
og framkvæmanlega stefnu. Hér má hvorki tilviljun ein ráða né
það, að framgangur málsins sé látinn hvíla einvörðungu á áhuga
og fórnfýsi einstakra lækna.“
Ef framfylgja á ofangreindum ákvæðum í sanmingi L.R. við
ríki og borg varðandi vinnutima og vísindavinnu, er vafasamt,
að Landspítalinn og Borgarspitalinn séu hæfir til þess að taka
að sér kennsluhlutverk, þar sem vísindastörf á að vinna, þegar
fullu dagsverki er lokið, þ. e. eftir 36 klst. vinnuviku.
Vísindavinna, sem unnin er þannig að staðaldri, getur varla
orðið mikil lyftistöng framfara. Eiga læknar að leggja allt kapp
á að fá þessari grein sanmingsins lireytt, þannig að vísindastörf
tilheyri dagvinnu, því að annað er ekki sæmandi í samningi stétt-
arfélagsins, þar sem félagarnir hafa lögum samkvæmt þá skyldu
á herðum að eiga að viðhalda þekkingu sinni.
ÚRDRÁTTUR
Skýrt er frá nokkrum af niðurstöðum þings, sem haldið var
1 Odense árið 1968 og fjallaði m. a. um kennslusjúkrahús. Síðan
er rætt um kennslusjúkrahús á Islandi og einkum hvað snertir
stjórnun, stærð, verkaskiptingu, ráðningu kennara og visinda-
störf þeirra og annarra sjúkrahúslækna.
Lögð er áherzla á þrjú hlutverk kennslusjúkrahúss:
1. lækningar,
2. kennsla,
3. vísindastörf.