Læknablaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
L/íKNAFÉLAG ÍSLANDS OG
LÆKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Aðalrifstjóri: Ólafur Jensson.
Meðritstjórar: Karl Strand og Þorkell Jóhannesson (L.Í.),
Asmundur Brekkan og Sævar Flalldórsson (L.R.)
56. ÁRG. OKTÓBER 1970 5. HEFTI
Jónas Hallgrímsson
KENNSLUSJÚKRAHÚS
Inngangur
Undanfarið liafa birzt nokkrar greinar og rit um núverandi
ástand og æsldlegt framtíðarskipulag sjúkrahúsa á Islandi.1,2,?,4,5
Sjúkrahúsmál hafa einnig verið tekin til umræðu á læknaþing-
um.6,7 Greinar þessar og umræður hafa að mestu leyti beinzt
að einu hlutverki sjúkrahúsanna, þ. e. a. s. lækningum. Lítið hefur
verið rætt um tvö önnur aðalhlutverk sjúkrahúsanna, sem eru
kennsla og visindastörf, nema það, að landlæknir hefur nýlega
getið hlutverks Landspítalans sem háskólaspítala og bent á þátt
spítalans í því að veita læknadeild kennsluhúsnæði.8
Raunin er sú, að ekki er unnt að skipuleggja starfsemi nútíma-
sjúkrahúss án þess, að þessi þrjú hlutverk séu höfð til hliðsjónar.
Enda þótt hlutverk sjúkrahúsanna utan Reykjavíkur sé fyrst og
fremst læknisþjónusta, verður samt æskilegt að veita einhverja
kennslu við þau og jafnframt að gefa læknum og öðru þjálfuðu
starfsfólki tækifæri til sjálfstæðra vísindastarfa, ef áhugi er fyrir
hendi. Með þetía sjónarmið fyrir augum má telja, að öll sjúkra-
hús eigi að geta tekið að sér hlutverk kennslusjúkrahúss.
Eftirfarandi grem fjallar annars vegar almennt um kennslu-
sjúkrahús, byggingu þeirra, starfsemi og starfslið, og hins vegar
um þessa þætti varðandi stofnanir á Islandi. Er einkum og sér i