Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 24
148 LÆKNABLAÐIÐ 2. KENNSLUSJÚKRAHÚS Á ISLANDI 1. Stjórnun Meðal stofnana Háskóla Islands eru engin sjúkrahús, og sam- kvæmt lögum og reglugerðum eru engin formleg tengsl milli læknadeildar og sjúkrahúsa önnur en þau, að prófessorar í nokkr- mn greinum eiga jafnframt að vera yfirlæknar á hlutaðeigandi deild Landspítalans og Kleppsspítalans. Skipun flestra dósenta og lektora læknadeildar er einnig á þann hátt, að kennarastaðan er bundin því starfi, sem þeir hafa við sjúkrahús eða aðrar heil- hrigðisstofnanir. Kennslusjúkrahús læknadeildar geta þvi talizt vera Landspítalinn, Kleppsspítalinn, Heilsuhælið á Vífilsstöðum og Borgarspítalinn. Þessi grein mun ekki fjalla um, hvort svona rekstrarfyrir- komulag með nær algjörum aðskilnaði stjórnunar sjúkrahúsanna og læknadeildarinnar hafi verið heppilegt til þessa. Virðist þó auðsætt, að læknadeildin ætti að eiga fulltrúa í stjórnum þeirra sjúkrahúsa, sem kennsla fer fram á. Nú mun vera á döfinni reglugerð fyrir ríkisspítalana, og er enn óljóst, liver hlutur læknadeildar verður í stjórninni, en hætt er við, að hann verði ætíð síðri en skyldi á stofnunum, þar sem læknadeildin hefur ekki viðurkennda stjórnunaraðild. Áætlanir hafa verið gerðar um sameiginlegar byggingar fyi'ir Háskólann og Landspítalann, og virðist augljóst, að frekari stjómunarleg samvinna en hefur verið fram til þessa verði nauðsynleg, þegar kemur til byggingaframkvæmda og reksturs stofnana, sem eiga að verða sameiginlegar þjónustu-, kennslu- og vísindastofnanir fyrir læknadeildina og rikisspítalana. 2. Stærð og f jöldi kennslusjúkrahúsa Á fundi í yfirlæknaráði Landspítalans h. 27/1 1967 var sam- þykkt, að stefna skyldi að því, að á Landspítalanum yrðu 650— 750 rúm og sú fjölgun rúma ætti að eiga sér stað á næstu 20 árum. Yfirlæknaráðið tók þá jafnframt undir það sjónarmið lækna- deildar Háskóla Islands, að „stefna bæri að því að skapa rúm og starfsskilyrði á Landspítalanum fyrir allar klínískar sérgreinar, sem kennsla færi fram í og að sérdeildir væru starfræktar fyrir aðrar greinar, eftir því sem talið væri æskilegt“. Þetta sjónarmið átti vafalaust einhvern rétt á sér, en óvíst er, hvort það nær loka- stigi. Viðhorfin geta hreylzt á 20 áruni og eru e. t. v. önnur í dag en þegar læknadeild og yfirlæknaráð tóku sínar ákvarðanir. Þannig hefur starfsemi Borgarspitalans og Landakotsspítalans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.