Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1970, Page 24

Læknablaðið - 01.10.1970, Page 24
148 LÆKNABLAÐIÐ 2. KENNSLUSJÚKRAHÚS Á ISLANDI 1. Stjórnun Meðal stofnana Háskóla Islands eru engin sjúkrahús, og sam- kvæmt lögum og reglugerðum eru engin formleg tengsl milli læknadeildar og sjúkrahúsa önnur en þau, að prófessorar í nokkr- mn greinum eiga jafnframt að vera yfirlæknar á hlutaðeigandi deild Landspítalans og Kleppsspítalans. Skipun flestra dósenta og lektora læknadeildar er einnig á þann hátt, að kennarastaðan er bundin því starfi, sem þeir hafa við sjúkrahús eða aðrar heil- hrigðisstofnanir. Kennslusjúkrahús læknadeildar geta þvi talizt vera Landspítalinn, Kleppsspítalinn, Heilsuhælið á Vífilsstöðum og Borgarspítalinn. Þessi grein mun ekki fjalla um, hvort svona rekstrarfyrir- komulag með nær algjörum aðskilnaði stjórnunar sjúkrahúsanna og læknadeildarinnar hafi verið heppilegt til þessa. Virðist þó auðsætt, að læknadeildin ætti að eiga fulltrúa í stjórnum þeirra sjúkrahúsa, sem kennsla fer fram á. Nú mun vera á döfinni reglugerð fyrir ríkisspítalana, og er enn óljóst, liver hlutur læknadeildar verður í stjórninni, en hætt er við, að hann verði ætíð síðri en skyldi á stofnunum, þar sem læknadeildin hefur ekki viðurkennda stjórnunaraðild. Áætlanir hafa verið gerðar um sameiginlegar byggingar fyi'ir Háskólann og Landspítalann, og virðist augljóst, að frekari stjómunarleg samvinna en hefur verið fram til þessa verði nauðsynleg, þegar kemur til byggingaframkvæmda og reksturs stofnana, sem eiga að verða sameiginlegar þjónustu-, kennslu- og vísindastofnanir fyrir læknadeildina og rikisspítalana. 2. Stærð og f jöldi kennslusjúkrahúsa Á fundi í yfirlæknaráði Landspítalans h. 27/1 1967 var sam- þykkt, að stefna skyldi að því, að á Landspítalanum yrðu 650— 750 rúm og sú fjölgun rúma ætti að eiga sér stað á næstu 20 árum. Yfirlæknaráðið tók þá jafnframt undir það sjónarmið lækna- deildar Háskóla Islands, að „stefna bæri að því að skapa rúm og starfsskilyrði á Landspítalanum fyrir allar klínískar sérgreinar, sem kennsla færi fram í og að sérdeildir væru starfræktar fyrir aðrar greinar, eftir því sem talið væri æskilegt“. Þetta sjónarmið átti vafalaust einhvern rétt á sér, en óvíst er, hvort það nær loka- stigi. Viðhorfin geta hreylzt á 20 áruni og eru e. t. v. önnur í dag en þegar læknadeild og yfirlæknaráð tóku sínar ákvarðanir. Þannig hefur starfsemi Borgarspitalans og Landakotsspítalans

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.