Læknablaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 26
150
LÆKNABLAÐIÐ
24 stúdentum veittur kostur á að halda áfram námi. Skal ákvörð-
un liverju sinni tilkynnt fyrir upphaf þess misseris, er prófið er
haldið. Réttur stúdenta til framhaldsnáms skal miðaður við
árangur fyrstaársprófs eftir nánari ákvörðun deildarinnar. Þeir
stúdentar, sem standast fyi'sta árs próf, en eiga ekld kost á að
halda áfram námi, svo og þeir, sem standast ekki próf, mega
endm-taka prófin næsta ár og keppa þá við nýstúdenta á jafn-
réttisgrundvelli.“
Þótt stúdentafjöldinn sé enn óákveðinn, er nauðsynlegt að
fara að gera sér grein fyrir því, hversu mörgum stúdentum sjúki'a-
húsin í Reykjavík geta tekið við til klínískrar kennslu núna og
eftir að nýja reglugerðin hefur komið til framkvæmda. Hér verð-
ui' aðeins tekið dæmi: Ef við hugsum okkur nálægt þrjátiu stúd-
enta í hverjum árgangi, sem verður að telja hóflega tölu miðað
við reynslu undanfarinna ára, verða skv. nýju reglugerð lækna-
deildar 20—30 stúdentar samtímis við klinískt nám á lyfjadeild-
um.
Samkvæmt skýrslu borgarlæknis um sjúkrarúmaþörf í Reykja-
vík árið 19704 verða á því ári samtals 200 rúm á lyfjadeildum
sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík, og mun ekki vera fyrirhuguð
frekari fjölgun þeirra í liráð. Samkvæmt þeim tölum, sem áður-
nefnt þing í Odense lét fara frá sér um fjölda stúdenta við nám
miðað við sjúkrarúmafjölda, er í mesta lagi hægt að hafa 10
stúdenta á 100 rúma deild, þ. e. a. s. sjúkrarúmin i Reykjavík á
lyl’jadeildum frá og með árinu 1970 verða nægilega mörg til þess
að kenna 20 stúdentum. Landspítalinn einn með 92 rúm getur að-
eins annað niu stúdentum hverju sinni með sömu viðmiðun.
Svipað ástand verður með kennslu á almennum skurðdeildum,
þaimig að Landspítalinn getur aðeins tekið um helming stúdent-
anna hverju sinni. A barnadeild Landspitalans verður skv. sönm
útreikningum aðeins kennsluaðstaða fyrir sex stúdenta.
Læluiadeild hlýtur því að þurfa að tryggja sér kennslu fyrir
stúdentana á öllum þremur sjúkrahúsum borgarinnar á næstu
árum, jafnvel þótt Landspítalinn geti e. t. v. að lokum sinnt þeim
ölliun, þegar hann liefur náð lokastærð.
Jafnvel þótt sjúkrahúsin þrjú i Reykjavík verði öll kennslu-
sjúkrahús, verður nauðsynlegt að hafa fleiri kennslurúm fyrir
stúdenta. 1 því sambandi má benda á töluverðan fjölda sjúkra-
rúma á heilsuhælinu að Vífilsstöðum, sem nýta mætti að fullu til
kennslu stúdenta. Sjúkrahúsið á Akranesi liefur tekið þátt í klin-
ískri kennslu stúdenta undanfarin ár og hefur reynzt vel. Væri