Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 157 LÆKNABLAÐIÐ 56. árg. Október 1970 FELAGSPRENTSMIÐJAN H F. NÝ SKÝRSLA UM SÍGARETTUREYKINGAR Hið konunglega læknafélag í Englandi hefur gefið út skýrslu um tóbaksreykingar (Smoking and Health Now, Pitman Medi- cal and Scientific Puhlishing Co., 10 S.). Þessi skýrsla brezkra lækna hefur vakið feiknaat- hygli í Englandi og víðar. 1 brezkum blöðum hefur verið fjallað rækilega um efni hennar í heilsiðugreinum og ritstjórn- argreinum. Meðal víðtækra ráð- stafana, sem gerðar eru að til- lögum til lagasetningar og sendar ensku ríkisstjórninni, eru: að banna allar tegundir sígarettuauglýsinga; að prenta aðvörun á sígarettupakka; að banna sigarettusjálfsala; að hefja langvarandi baráttu móti reykingum. A það er bent í skýrslu hins brezka læknafélags, að dauðs- toll og heilsutjón af völdum sígarettureykinga hafi þegar náð þeirri útbreiðslu að líkjast farsótt. Því er slegið föstu í hinni brezku skýrslu, að bar- áttan gegn sígarettureykingum sé stærsta verkefni lækna í Bretlandi til að koma í veg fyr- h' veikindi og ótimabæran manndauða. 1 skj'rslu nefndar- innar er áætlað, að tuttugu þús- und dauðsföll árlega meðal karlmanna á aldrinum 35—64 ára séu að kenna sígarettu- reykingum. Af ráðleggingum skýrslunnar er hin fyrsta grein um skyldur lækna. Hún hljóðar á þessa leið: „Læknar eiga að gefa for- dæmi með því að hætta reyk- ingum, enn fleiri en þegar hafa gert það. Þeir eiga að nota hvert tækifæri, sem gefst, að eggja sjúklinga sína til að hætta sígarettureykingum.“ I annarri grein er hent á nauðsyn áhrifameiri upplýs- inga til almennings um heilsu- farslegar afleiðingar af reyk- ingum og að ríkisstjórnin ætti að ráðgast við forstöðumenn útvarps og blaðaeigendur til að ná meiri árangri í útbreiðslu- starfsemi en hingað til. Þriðja grein minnir á nauð- syn l)etra uppeldis harna í þessu tilliti og kennarar eigi að ganga á undan hörnunum með góðu fordæmi. Ekki skulu rædd að sinni fleiri atriði þessarar skýrslu. Svo sem áður hefur verið rætt í tveimur ritstjórnargrein- um, er nauðsynlegt, að íslenzk- ir læknar láti sitt ekki eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.