Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1970, Side 49

Læknablaðið - 01.10.1970, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 157 LÆKNABLAÐIÐ 56. árg. Október 1970 FELAGSPRENTSMIÐJAN H F. NÝ SKÝRSLA UM SÍGARETTUREYKINGAR Hið konunglega læknafélag í Englandi hefur gefið út skýrslu um tóbaksreykingar (Smoking and Health Now, Pitman Medi- cal and Scientific Puhlishing Co., 10 S.). Þessi skýrsla brezkra lækna hefur vakið feiknaat- hygli í Englandi og víðar. 1 brezkum blöðum hefur verið fjallað rækilega um efni hennar í heilsiðugreinum og ritstjórn- argreinum. Meðal víðtækra ráð- stafana, sem gerðar eru að til- lögum til lagasetningar og sendar ensku ríkisstjórninni, eru: að banna allar tegundir sígarettuauglýsinga; að prenta aðvörun á sígarettupakka; að banna sigarettusjálfsala; að hefja langvarandi baráttu móti reykingum. A það er bent í skýrslu hins brezka læknafélags, að dauðs- toll og heilsutjón af völdum sígarettureykinga hafi þegar náð þeirri útbreiðslu að líkjast farsótt. Því er slegið föstu í hinni brezku skýrslu, að bar- áttan gegn sígarettureykingum sé stærsta verkefni lækna í Bretlandi til að koma í veg fyr- h' veikindi og ótimabæran manndauða. 1 skj'rslu nefndar- innar er áætlað, að tuttugu þús- und dauðsföll árlega meðal karlmanna á aldrinum 35—64 ára séu að kenna sígarettu- reykingum. Af ráðleggingum skýrslunnar er hin fyrsta grein um skyldur lækna. Hún hljóðar á þessa leið: „Læknar eiga að gefa for- dæmi með því að hætta reyk- ingum, enn fleiri en þegar hafa gert það. Þeir eiga að nota hvert tækifæri, sem gefst, að eggja sjúklinga sína til að hætta sígarettureykingum.“ I annarri grein er hent á nauðsyn áhrifameiri upplýs- inga til almennings um heilsu- farslegar afleiðingar af reyk- ingum og að ríkisstjórnin ætti að ráðgast við forstöðumenn útvarps og blaðaeigendur til að ná meiri árangri í útbreiðslu- starfsemi en hingað til. Þriðja grein minnir á nauð- syn l)etra uppeldis harna í þessu tilliti og kennarar eigi að ganga á undan hörnunum með góðu fordæmi. Ekki skulu rædd að sinni fleiri atriði þessarar skýrslu. Svo sem áður hefur verið rætt í tveimur ritstjórnargrein- um, er nauðsynlegt, að íslenzk- ir læknar láti sitt ekki eftir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.