Læknablaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
147
eina klukkustund til flutnings fyrirlestursins. Fyrir sýnikennslu
l)yrfti tvær klukkustundir, þ. e. eina klukkustund til undirbúnings
og eina til kennslunnar. Til klínískrar kerinslu á deild þyrfti ekki
nema eina klukkustund, þ. e. a. s. enginn undirbúningur væri
nauðsynlegur. Ct frá þessum tölum var talið hægt að reikna að
nokkru leyti dagvinnu hvers læknis og út frá henni fylla upp
með fleiri læknum til þess að ná fulliun starfskrafti við sjúkra-
deildina.
12. Stjórn kennslusjúkrahúss
A sumum Norðurlandanna iiafa háskóladeildir fulltrúa í stjóm
kennslusjúkrahúsanna, en öðrum ekki, en þar er náin samvinna
milli sjúkrahússtjórnarinnar og háskólans. Lögð var áherzla á
nauðsyn þessa sambands, og var af flestum talið æskilegast, að
háskólinn ætti fulltrúa í stjórn kennslusjúkrahúsanna.
13. Val nýrra kennara
Mikið var rætt um þau vandamál, sem verða til við útvíkkun
kennsluskipulags, þar á meðal þegar kennsla er hafin á nýju
sjúkrahúsi eða sjúkrahúsi, sem þegar er starfandi. Á nj'ju sjúkra-
liúsi verður vandamálið auðveldlega leyst með því að gera þá
kröfu til þeirra lækna, sem ráðnir eru að sjúkrahúsinu, að þeir
hafi menntun og hæfileika til þess að taka að sér kennslu- og
vísindastörf auk læknisstarfanna. Þegar um er að ræða sjúkra-
hús, sem þegar er starfandi og gera á að kennslusjúkrahúsi, eru
vandamálin meiri. I slíkum tilfellum var bent á möguleika þess
að bjóða þeim læknum, sem þegar a'U fyrir á sjúkrahúsinu, að
hæfni þeirra til kennslu yrði metin og eftir því mati yrði ákveðið.
hvort þeir gætu tekið að sér kennarastöðu eða ekki. Ef mat er
jákvætt, þ. e. a. s. læknirinn talinn hæfur, yrði hann gerður að
kennara. Ef hann reyndist ekki hæfur, mundi þurfa að stofna
aðra læknisstöðu samhliða og fá ráðinn í hana lækni, sem hæfur
yrði talinn til þess að taka að sér kennarastöðuna.
Að lokum var rætt um, á hvern hátt væri unnt og hver ætti
að tryggja, að nægilega hæfir læknar veldust til starfa á kennslu-
sjúkrahúsið. 1 Odense var sú regla höfð, að sjúkrahúsið átti rétt-
inn til þess að velja lækna í yfirlæknisstöður, en umsækjendur
um þær stöður, sem áttu jafnframt að vera prófessorsstöður,
gengu undir hæfnismat læknaskólans, áður en stöðurnar voru
veittar.