Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1971, Side 65

Læknablaðið - 01.02.1971, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 25 minnki þannig smáslagæðamótstöðu (T.P.R.). Dýratilraunir styðja þessa kenningu, og sýndu Rubin og samstarfsmenn fram á minnkaða æðamótstöðu í smáæðum hjá hundum eftir diazoxide- gjöf.11 Hið aukna hjartaútfall samfara blóðþrýstingslækkuninni er nijög mikilvægt, því að það bendir til, að blóðstreymi um kransæðar og til heila og nýrna haldist í eðlilegu horfi þrátt fyrir blóðþrýstingslækkunina. Hafa verið gerðar rannsóknir, sem styðja þessa tilgátu. Hamby og samstarfsmenn8 fylgdust með nýrnastarfsemi níu sjúklinga, eftir að blóðþrýstingur hafði verið lækkaður með diazoxide, og fundu, að nýrnastarfsemiii var óbreytt, þó að blóðþrýstingi væri haldið nálægt eðlilegum mörk- um. Var þvagútskilnaður óbreyttur og G.F.R. (glomerular filtra- tions rate) og E.R.P.F. (effective renal plasma flow) jukust, en natríumútskilnaður í þvagi minnkaði talsvert. Einnig gerðu þeir hemodynamiskar mælingar hjá fjórum þessara sjúklinga, og voru niðurstöður þeirra svipaðar ofangreindum niðurstöðum okkar. Athuganir Rowe og samstarfsmanna12 á hundum og á fimm mönnmn benda til aukins blóðrennslis i kransæðakerfinu eftir diazoxide-gjöf, og voru tölurnar sambærilegar fyrir menn og hunda í rannsókn hans. Ekki varð oflækkun á blóðþrýstingi (hypotensio) og ekki nein einkenni frá miðtaugakerfi í rannsókn okkar, og virðast sJík einkenni vera sjaldgæf eftir diazoxide-gjöf. Rendir það til l>ess, að hið aukna hjartaútfall tryggi nægilegt blóðstreymi til beilans í flestum tilfellum.6 0 Orthostatiskum lágþrýstingi (hypo- tension) er þó lýst, og' Hamby8 lýsti krömpum eftir blóðþrýst- ingslækkun hjá einum sjúklingi og T-takka breytingu á hjarta- límmti ásamt hjartakveisu bjá tveimur sjúklingum. Blóðhvatar (SGOT, LDH) breyttust ekki hjá sjúldingum þessum, en línurits- breytingarnar héldust bjá öðrum þeirra. Diazoxide hefur verið notað við fæðingareitrun (toxemia gravidarum) hjá sex konum, og lækkaði blóðþrýstinginn hjá þeini öllum, en hríðir hættu í fimm tilfelliun og þurfti að gefa þeim pitocin til að koma hríðum af stað aftur.6 Auk þess sem diazoxide er notað til skyndilækkunar á blóð- þrýstingi hjá sjúklingum, sem er bráð hætta búin af völdum liáþrýstings, hefur það einnig verið notað með góðum árangri hjá þehn sjúklingum, sem eru með háþrýsting, sem erfitt er að lialda í horfinu með venjulegri meðferð. Eru sjúklingar þessir gjarnan með svæsinn háþrýsting þrátt fyrir vaxandi lyfja- skammta. Er blóðþrýstingnum þá haldið í skefjum með endur-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.