Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1971, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.08.1971, Qupperneq 12
118 LÆKNABLAÐIÐ spítala. Hann var aðstoðarlæknir við borgarspítalann í Álaborg frá því í okt. 1916 til febr. 1917. Seinna fór Bjarni í námsferðir til Kaupmannahafnar, Hamborgar, Berlínar og Minneapolis í Bandaríkjunum. Eftir lieimkomuna 1917 gerðist Bjarni Snæbjörnsson starf- andi læknir í Hafnarfirði og var það æ síðan til æviloka. Hann var um langt árabil yfirlæknir við St. Jósefsspítalann í Hafnar- firði eða frá 1933 til 1956. Þá var hann tvívegis settur liéraðs- læknir í Hafnarfirði á timabilinu 1941 til 1947. Þegar Rauðakrossdeild var stofnuð í Hafnarfirði 1941, var Bjarni einn af stofnendum hennar og formaður allt til ársins 1948. Ki'abbameinsfélag Hafnarfjarðar var stofnað 1949, og Bjarni var formaður þess til ársins 1964, að liann sagði formennskunni af sér. Bjarni var þrem sinnum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar — eða í 18 ár alls. Alþingismaður Hafnarfjarðar var hann 1931-1934 og 1937-1942. Hann var 1 miðstjórn Sjálfstæðisflokksins l’rá 1940 til 1951 og síðan i flokksráði til æviloka og jafnframt í flokksráði Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Hann var einn af stofnendum Raftækjaverksmiðjunnar í Hafnarfirði 1936 og sat í stjórn hennar, þar lil hann sagði af sér 1969. Bjarni skrifaði öðru hverju greinar i Læknaíilaðið, sem allar bera vitni um glöggskyggni lians og góða þekkingu. Þó að frambaldsnám Bjarna þyki e. t. v. ekki langt á nútíma- mælikvarða, var óalgengt, að íslenzkir læknar öfluðu sér svo mikillar menntunar erlendis í þá daga, enda kom fljótt í ljós, að Bjarni þótti skara fram úr sem glöggskyggn og góður læknir, sem þegar fékk mikla aðsókn og naut óskoraðs trausts og mikillar hylli sjúklinga sinna Hann varð því fljótt störfum hlaðinn í Hafnarfirði, og iolk af öllum Suðurnesjum leitaði hans. Þrátt fyrir miklar annir heima fyrir var hann mikið í læknisferðum um Reykjanesskagann. Lengi fram eftir árum ferðaðist Bjarni mikið á hestum í mis- jöfnum veðrum og stundum tvísýnum á vondum vegum og veg- leysum, jafnt á nóttu sem degi. Kjósin lá undir Hafnarfjarðar- læknishérað, þar til Álafosshérað var stofnað. Bjarni átti margar erfiðar ferðir þangað, venjulega á bátum eins langt og komizt varð og síðan á liestum á áfangastað. Eins og upptalningin á helztu störfum Bjarna Snæbjörnssonar I)er með sér, lét liann ekki sitja við það citt að sinna lækningum, þó að hann hefði sennilega helzt kosið að helga sig þeim eingöngu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.