Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 12

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 12
118 LÆKNABLAÐIÐ spítala. Hann var aðstoðarlæknir við borgarspítalann í Álaborg frá því í okt. 1916 til febr. 1917. Seinna fór Bjarni í námsferðir til Kaupmannahafnar, Hamborgar, Berlínar og Minneapolis í Bandaríkjunum. Eftir lieimkomuna 1917 gerðist Bjarni Snæbjörnsson starf- andi læknir í Hafnarfirði og var það æ síðan til æviloka. Hann var um langt árabil yfirlæknir við St. Jósefsspítalann í Hafnar- firði eða frá 1933 til 1956. Þá var hann tvívegis settur liéraðs- læknir í Hafnarfirði á timabilinu 1941 til 1947. Þegar Rauðakrossdeild var stofnuð í Hafnarfirði 1941, var Bjarni einn af stofnendum hennar og formaður allt til ársins 1948. Ki'abbameinsfélag Hafnarfjarðar var stofnað 1949, og Bjarni var formaður þess til ársins 1964, að liann sagði formennskunni af sér. Bjarni var þrem sinnum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar — eða í 18 ár alls. Alþingismaður Hafnarfjarðar var hann 1931-1934 og 1937-1942. Hann var 1 miðstjórn Sjálfstæðisflokksins l’rá 1940 til 1951 og síðan i flokksráði til æviloka og jafnframt í flokksráði Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Hann var einn af stofnendum Raftækjaverksmiðjunnar í Hafnarfirði 1936 og sat í stjórn hennar, þar lil hann sagði af sér 1969. Bjarni skrifaði öðru hverju greinar i Læknaíilaðið, sem allar bera vitni um glöggskyggni lians og góða þekkingu. Þó að frambaldsnám Bjarna þyki e. t. v. ekki langt á nútíma- mælikvarða, var óalgengt, að íslenzkir læknar öfluðu sér svo mikillar menntunar erlendis í þá daga, enda kom fljótt í ljós, að Bjarni þótti skara fram úr sem glöggskyggn og góður læknir, sem þegar fékk mikla aðsókn og naut óskoraðs trausts og mikillar hylli sjúklinga sinna Hann varð því fljótt störfum hlaðinn í Hafnarfirði, og iolk af öllum Suðurnesjum leitaði hans. Þrátt fyrir miklar annir heima fyrir var hann mikið í læknisferðum um Reykjanesskagann. Lengi fram eftir árum ferðaðist Bjarni mikið á hestum í mis- jöfnum veðrum og stundum tvísýnum á vondum vegum og veg- leysum, jafnt á nóttu sem degi. Kjósin lá undir Hafnarfjarðar- læknishérað, þar til Álafosshérað var stofnað. Bjarni átti margar erfiðar ferðir þangað, venjulega á bátum eins langt og komizt varð og síðan á liestum á áfangastað. Eins og upptalningin á helztu störfum Bjarna Snæbjörnssonar I)er með sér, lét liann ekki sitja við það citt að sinna lækningum, þó að hann hefði sennilega helzt kosið að helga sig þeim eingöngu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.