Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 28

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 28
134 LÆKNABLAÐIÐ Viðbót við fylgiskjöl ársskýrslu L. í. 1968 -1969 Reglugerð um störf lækna við Sjúkrahúsið í Húsavík Eftirfarandi skjöl voru lögð fram á aðalfundi L.í. sem viðbót við fylgiskjöl ársskýrslu L.í. fyrir árið 1969, eftir að ársskýrslu ásamt fylgiskjölum hafði verið dreift á aðalfundi 1969. Þegar ársskýrslan ásamt fylgiskjölum var birt í 6. hefti Lbl., 56. árg., láðist að gæta þess, að þessi viðbótarfylgiskjöl kæmu með, og birtast þau því nú í þessu blaði. 1. gr. Yfirlæknir sjúkrahússins er formaður læknaliðs þess. Hann hefur réttindi og starfsskyldur samkvæmt sjúkrahúslögum, en auk þess skal hann skipuleggja heilbrigðisþjónustu spítalans og hafa eftirlit með starfsliði, er að henni starfar. Hann tekur við beiðnum um innritun nýrra sjúklinga og stuðlar að hagræðingu í daglegum rekstri. Hann ber ábyrgð á heilbrigðisþjónustu sjúkrahússins gagnvart sjúkrahús- stjórn. 2. gr. Yfirlæknir og aðrir læknar, sem ráðnir eru að sjúkrahúsinu, skipa samstarfsnefnd, er sé ráðgefandi fyrir stjórn sjúkrahússins um allt, er varðar læknisþjónustu, samstarf og samhæfingu starfskrafta. Hún skal stuðla að þróun í starfsemi sjúkrahússins, þjónustugæðum, menntun lækna og annars starfsliðs. Samstarfsnefndin ber ábyrgð á því, að staðli um læknisþjónustu sjúkrahúsa, ef settur verður, sé fylgt. Yfir- læknir er málsvari samstarfsnefndar gagnvart sjúkrahússtjórn. 3. gr. Samstarfsnefnd heldur fundi daglega, þegar þess er kostur og ekki sjaldnar en 2-3 í viku. Á þessum fundum verði m. a. fjallað um eftirfarandi atriði: a. Skýrsla um síðustu vakt (vaktir). b. Greint sé frá innritun bráðra sjúkdómstilfella í sjúkrahúsið. c. Rætt um sjúkdómsgreiningu og meðferð sjúklinga á sjúkrahúsinu og ávallt skýrt frá breytingum á meðferð. d. Rædd sérstök sjúkdómstilfelli, valin daginn áður eða með lengri fyrirvara. e. Ákvörðun um stundun sjúklinga, þ. á m. hvaða læknir skuli aðal- lega annast meðferð „akut“ innlagðs sjúklings (sjúklinga) frá síð- asta fundi nefndarinnar,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.