Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ
135
f. Væntanlegar útskriftir sjúklinga.
g. Væntanlegar innritanir sjúklinga.
4. gr.
Um verkskiptingu lækna í sjúkrahúsinu og skiptingu sjúklinga
milli lækna fer eftir samkomulagi þeirra, og/eða reglum, er sjúkra-
hússtjórn setur, að fengnum tillögum samstarfsnefndar. Innritun bráðra
sjúkdómstilfella og fyrstu meðferðar annast vakthafandi læknir og
gerir sjúkraskýrslu.
Innritun sjúklinga af biðlista skal, sé þess kostur, ákveðinn með
nokkrum fyrirvara og hvaða læknir skuli annast hann öðrum fremur.
Stefnt sé að því, að þau hlutföll, sem samkomulag næst um, varðandi
starfssvið og skiptingu sjúklinga milli lækna, raskist sem minnst,
a. m. k. ekki um lengri tíma.
Utskrift sjúklings og ritun læknabréfs annast sá læknir, sem aðal-
lega hefur stundað sjúklinginn.
Yfirlæknir mælir yfirleitt fyrir um allar meiri háttar aðgerðir.
5. gr.
Stofugang að morgni annast læknar saman og kynnast meðferð
sjúklinga hvers annars. Kvöldstofugang annast vakthafandi læknir.
6. gr.
Læknar sjúkrahússins gegna störfum yfirlæknis í fjarveru hans
skv. ákvörðun sjúkrahússtjórnar, að fengnum tillögum samstarfs-
nefndar.
7. gr.
Reglugerð þessi kemur til framkvæmda strax, að því leyti, sem
aðstæður leyfa að mati sjúkrahússtjórnar, en að öllu leyti eigi síðar
en 1. apríl 1970.
Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af stjórn Sjúkrahúss-
ins í Húsavík, staðfestist hér með samkv. 3. mgr. sjúkrahúsalaga nr.
54/1964 til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni
öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
i
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 11. apríl 1969.
Jóhann Hafstein
Jón Thors