Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 37

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 141 Tekið á móti forsetahjónunum í upphafi afmælishófs. 42 blaðsíður, prentuð á vandaðan pappír og gefin út í 300 tölusettum eintökuna. Eitt eintak var ótölusett, en það var sýnishorn um væntan- legan frágang ritsins. Giktsjúkdómafélag íslenzkra lækna hafði fyrirhugað að halda „symposium" um arthritis rheumatoides, og tókust samningar milli stjórnar Giktsjúkdómafélagsins og stjórnar L.Í., að „symposium“ þetta yrði einn liður í afmælishátíðinni, en skrifstofa L.í. annaðist undir- búning að heilbrigðisráðstefnunni og samdi dagskrá hennar. Einn lið- ur, sem þar átti -að vera, varð að falla niður, en það var erindi um þyrluflug við íslenzkar aðstæður. Margir íslenzkir læknar telja, að þyrlur geti í framtíðinni gegnt veigamiklu hlutverki í sambandi við læknisþjónustu dreifbýlisins. Slík starfsemi mun vera komin á nokk- urn rekspöl í Noregi, og var ætlunin að kynna þessar nýjungar á ráð- stefnunni. í byrjun september vcru send boðsbréf til iæknafélaga Norður- landa, svo og til brezka læknafélagsins (BMA), og þeim boðið að senda fulltrúa á afmælishátíðina. Var þá sérstaklega miðað við af- mælishófið, enda ekki talið líklegt, að erlendir fuiltrúar hefðu mikið gagn og ánægju af að hlusta á íslenzkar umræður á fræðslufundi eða heilbrigðísráðstefnu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.