Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 41

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 145 fjölritað læknablað á eiginn kostnað árin 1902-1904. Hefur L.í. látið ljósprenta það í 2. útgáfu 1966. Þótt félagsskapur þessi legðist niður og útgáfa blaðsins hætti, barðist Guðmundur Hannesson ósleitilega fyrir því, að stofnað yrði allsherjarfélag íslenzkra lækna. Læknafélag Reykjavíkur, sem stofnað var 18. okt. 1909, tók mál þetta að sér og boðaði um það fund 5. marz 1917. Samið var frumvarp til laga fyrir Læknafélag íslands og árgjald þess ákveðið 2 krónur. Læknafélag Reykjavíkur sendi frumvarp þetta til umsagnar allra lækna í landinu, og skyldu þeir greiða atkvæði um það. Formlega var gengið frá félagsstofnuninni 14. janúar 1918, og voru 34 á stofn- fundi, en stofnendur alls taldir 62. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Guðmundur Hannesson formaður, Guðmundur Magnússon gjaldkeri cg Sæmundur Bjarnhéðinsson ritari. Af stoínendum félagsins eru nú á lííi Árni Árnason, Bjarni Snæbjörnsson, Halidór Hansen, Helgi Skúlason og Ólafur Þorsteinsson, en hinn síðastnefndi er einn á lífi af þeim, sem sóttu stofnfundinn. Verkefni Læknafélags íslands hafa frá upphafi verið að efla sameiningu, stéttarþroska og hag félagsmanna, koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart opinberum aðilum og treysta tengsl við erlend lækna- félög. Læknafélag íslands er aðili að alþjóðasamtökum lækna (World Medical Association). Þá er það verkefni félagsins að stuðla að auk- inni menntun lækna, glæða áhuga þeirra á öllu þvi, er lýtur að starfi þeirra, efla samvinnu um allt, sem hcrfir til heilla í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Um þær mundir, sem Læknafélag íslands var stofnað, stóðu yfir deilur milli lækna og stjórnvalda landsins um kjör héraðslækna. Mun þetta hafa verið veigamikil hvatning fyrir lækna að treystast styrkum félagsböndum, enda fór það svo, að ári eftir stofnunina komu upp hörðustu kjaradeilur, sem íslenzk læknasamtök hafa átt í allt frá upphafi. Um þessar mundir voru ferðataxtar lækna þeir sömu og greitt var fyrir hest fylgdarmanns. Læknar höfðu haft uppi þær kröfur um árabil, að greiðslur þessar væru of lágar, og kröfðust 100% hækkunar eða tvöfalt hærri ferðataxta en hestar. Þessar kröfur þóttu svo óheyrilega ósanngjarnar, að þeim var synjað með öllu af stjórnvöldum landsins. Guðmundur Hannesson, þáverandi formaður Læknafélags íslands, fór fram á það við héraðslækna, að þeir gæfu honum umboð til þess að segja héruðum lausum. 28 læknar sendu honum slíkt umboð, þar af 3 með nokkrum fyrirvara, en 5 tjáðu sig ófúsa að gefa slíkt umboð. Þegar svo var komið, féllst Alþingi á að veita umbeðna kjarabót að verulegu leyti. Eftir því sem árin liðu, fluttust kjaramál úr höndum Lækna- félags íslands til hinna einstöku svæðafélaga og aðallega til Lækna- íélags Reykjavíkur. Alla tíð hafa þó kjaramál héraðslækna verið í höndum Læknafélags íslands. Hinn 15. júní 1952 voru gerðar gagn- gerar breytingar á lögum Læknafélags íslands og það gert að banda- lagi 7 svæðafélaga, og er Læknafélag Reykjavíkur að sjálfsögðu þeirra langfjölmennast. Tala lækna, sem starfa innan vébanda Læknafélags íslands, er nú 320 eða fimmfalt fleiri en heildartala lækna á landinu,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.