Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ
149
svo þétt setinn, að aðeins var unnt að koma dagskrá fyrir í stólum,
enda ekkert aukapláss á borðum. Eigi þótti, við nánari athugun, rétt,
að lyfjasýni væru útbýtt til annarra en lækna; var því tekið það ráð,
að lyfjasýni þessi voru afhent læknum síðar um kvöldið.
Áður en hófið sjálft hófst frá kl. 18.00-19.45, var sameiginleg
kynningardrykkja veizlufólks og g'esta iæknafélagsins í anddyri Domus
Medica. Var fatageymslu breytt í vínstúku og bókaherbergið framan
við skrifstofuna einnig notað fyrir samkvæmið. Reyndist húsnæði þetta
nægjanlegt, enda þótt þarna væru yfir 170 manns.
Kl. 19.45 var setzt að borðum, en þá kom til hófsins forseti ís-
lands, dr. Kristján Eldjárn, og frú hans, Halldóra Eldjárn, en þau
gengu síðast til borðs ásamt formanni félagsins.
Kl. 20.00 setti formaður félag'sins hófið með ræðu. í lok ræðunnar
tilnefndi formaður Bjarna Bjarnascn sem veizlustjóra, og tók hann
við stjórn hófsins. Tvær dagskrárræður voru fluttar undir borðum:
I. Minni félagsins, flutt af Arinbirni Kolbeinssyni (fskj. 4), II. Minni
kvenna, flutt af Guðmundi Karli Péturssyni (fskj. 5). Skemmtiþáttur
Ómars Ragnarssonar, sem settur hafði verið á dagskrá, féll niður
vegna óstundvísi listamannsins.
Kveðjur og árnaðaróskir fluttu hr. forseti íslands, dr. Kristján
Eldjárn; landlæknir, Sigurður Sigurðsson, og formaður Læknaíélags
Reykjavíkur, Sigmundur Magnússon. Af hálfu erlendra fulltrúa flutti
aðalræðu dr. Odd Bjercke frá Noregi. Hann færði félaginu að gjöf
karöflu, sem á var letrað: „Velkommen hvor du er naar du er Ærlig
Ven, det glas som skænkes fuldt for dig og dine lige betyder at din
Vært til dig og Dem vil sige „Velkcmmen förste gang og altid hid
igien““.
Þá flutti Sture Járnmark frá Stokkhólmi ávarp og færði félaginu
að gjöf leirskál mikla og haganlega gerða. Finnski fulltrúinn, próf.
Nevanlinna, flutti einnig ávarp og færði félaginu stóra myndskreytta
skál. Þá flutti dr. James Cameron frá British Medical Association
stutta kveðju.
Páll V. G. Ivolka kvaddi sér hljóðs og flutti ávarp og færði fé-
laginu að gjöf mynd af „hinum mikla sláttumanni“ ásamt þýðingu
Guðmundar Björnsonar á kvæði um Pasteur (fskj. 6).
Páll Gíslason, yfirlæknir frá Akranesi, söng einsöng í Malakoff við
g'óðar undirtektir og mikinn fögnuð veizlugesta. (Matseðill, sbr. fskj. 7).
Við háborð var röð, sem hér segir, frá vinstri: Borgarstjóri, Geir
Hallgrímsson; félagsmálaráðherrafrú, Jóna Jónsdóttir; dómsmálaráð-
herra, Jóhann Hafstein; frú Sigþrúður Friðriksdóttir, kona formanns
L.Í., herra forseti íslands, dr. Kristián Eldjárn; forsetafrú, Halldóra
Eldjárn; formaður Læknafélags íslands, Arinbjörn Kolbeinsson; dóms-
málaráðherrafrú, Ragnheiður Hafstein; félagsmálaráðherra, Eggert
G. Þorsteinsscn; borgarstjórafrú, Erna Finnsdóttir.
Formaður veitti gjöfum viðtöku., flutti bakkir til hvers gefanda
um sig. Undir borðhaldi lék Aage Lorange á píanó, og veizlustjóri
stjórnaði söng, en fyrir dansi lék hliómsveitin Kátir félagar. Þátttaka
í borðhaldi voru 172, þar af 18 gestir. Að loknu borðhaldi var stiginn