Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 55

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 155 mundur Hannesson, þegar hann var héraðslæknir á Akureyri, „Félag lækna Norður- og Austurlands“. Það starfaði á árunum 1902-1904, og gaf Guðmundur Hannesson þá sjálfur út fjölritað læknablað, sem L.í. hefur látið ljósprenta í 2. útgáfu. Stofnun læknasamtaka hér á landi á sér lengri aðdraganda. Fyrst mun hafa verið ritað um málið af Ásgeiri Blöndal í ísafold á árunum 1891 og 1892. Það, sem aðallega ýtti undir stofnun Læknafélags ís- lands, var árangurslaus kjarabarátta héraðslækna, sem þá hafði staðið um árabil, enda var það eitt af fyrstu verkefnum félagsins að leysa þá kjaradeilu. Stofnfund L.í. sóttu 34 læknar, en þeir, sem gengu í félagið á árinu 1918, eru taldir stofnendur, og voru þeir alls 62. Af stofnendum félagsins eru nú á lífi Árni Árnason, Bjarni Snæbjörnsson, Halldór Hansen, Helgi Skúlason og Ólafur Þorsteinsson, en hann er sá eini, sem enn er á lífi, af þeim, sem mættu á stofnfundi. Verkefni Læknafélags íslands hafa frá upphafi verið að efla sameiningu, stéttarþroska og hag félagsmanna, koma fram fyrir hönd þeirra gagnvart opinberum aðilum og treysta tengsl við erlend lækna- félög. Læknafélag íslands er aðili að alþjóðasamtökum lækna (World Medical Association). Þá er það verkefni L.f. að stuðla að aukinni menntun lækna, glæða áhuga þeirra á öllu því, sem lýtur að starfi þeirra, efla samvinnu um allt, sem horfir til heilla í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Það hefur verið hlutverk L.f. að setja ákveðnar reglur um samskipti lækna í starfi, stuðla að því, að stéttin hafi áhrif á gang almennra heilbrigðismála og einnig að efla þekkingu almennings á þeim málum. Það er erfitt að meta, hvernig læknastéttinni hefur tekizt að rækja þær skyldur, sem hún setti sér í upphafi við stofnun L.Í., og hvernig henni hefur telcizt að ná þeim markmiðum, sem hún þá stefndi að. Þjóðfélagið hefur gerbreytzt á þessum árum, bæði skipu- lagslega, efnahagslega og ekki sízt menntunarlega, en allir þessir þættir hafa, ásamt hinni almennu læknisþjónustu og heilsugæzlu, meiri eða minni áhrif á heilsufarsstaðtölur, sem oft eru taldar bezti mælikvarði á heilsuvernd og læknisþjónustu í hverju landi. Þessar staðtölur eru ungbarnadauði, meðalaldur og dánartala. Árið 1900 var ungbarnadauði 121%C, árið 1918 46%0 og árið 1967 18%c. Meðalaldur karla var árið 1900 48 ár, kvenna 53 ár, árið 1918 var meðalaldur karla 52 ár, kvenna 58 ár, árið 1967 var meðalaldur karla 72 ár og kvenna 76 ár. Dánartala 1918 var n%c, en er núna 6%c. Mannsævin hefur á undanfarinni hálfri öld lengzt um 20 ár. Þessar tölur eru læknastéttinni cg raunar allri okkar þjóðfélagslegu nýbyggingu mjög hagstæðar. Þær sýna árangur, sem er með bví bezta, sem gerist í heiminum, enda eru íslenzkir læknar ekki og mega ekki vera ánægðir með neitt minna. Þjóðfélagsleg ábyrgð lækna og þjóðfélagsleg þýðing læknisstarfs- ins hefur aukizt jafnframt. Læknisstarf hefur alltaf verið talið eitt mesta ábyrgðarstarf, en sú ábyrgð hefur verið gagnvart einstökum sjúklingum, sem læknar hafa undir höndum. í sambandi við það hefur hver læknir mikilvægar og strangar skyldur, og mun ekkert oflof,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.