Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 165 Hippókrat og Virchow — ") fálmuðu’ í myrkrið þykkt. Sí og æ sama gáta’, og alltaf engu nær! Hvað eru pestarmóður,2 3) hvaðan gjósa þær, hremmandi herfang sitt, á hlaupum, fjær og nær? Hvers vegna? — Hvernig? — Hvað? — Pasteur það fyrstur fann. Áður vissi’ enginn neitt. Alla þá frægð á hann. ★ Niðri’ í foldu, flóði og mar, fjær og nær, og hér sem þar, niðri’ í öllu alls staðar innan stokks á grundum grónum, lifandi’ angar leyna sér, loftið þá og vatnið ber, iðar og spriklar anginn hver, dulinn vorum döpru sjónum. Hvern þeir jafnan mæða mann, morandi’ allt í kringum hann; vesöl má ei manneskjan merkja af hverju hún deyr og rotnar! Aldrei þeirra vald er valt, þeir vafra inn í holdið allt, það sem er kvikt og það sem er kalt. Þeir eru heimsins höfuðdrottnar. 2) Hippókrat, frægastur læknir í fornöld, grískur að ætt, fæddur 460 f. Kr., kallaður faðir læknisfræðinnar. Virchow (frb. Fir-kó), frægastur þýzkra lækna á 19. öld (1821-1902); fann um miðja 19. öld, að það eru frumurnar (sellurnar), sem fyrir spjöllunum verða í hverj- um sjúkdómi, en frá því á dögum Hippókrats höfðu menn jafnan haldið, að öll vesæld kæmi „af vondum vessum“. 3) Hér á landi k'annast allir vel við þessa gömlu t.rú, að einhver móða leggist yfir land og lýð í hverri drepsótt; hélzt það gamla tal um pestar-„móður“ og sótt-„gufur“, þar til er Pasteur fann „afætu-heiminn“ og flutti mönnum þann boð- skap, að það væru dullitlar ( = ósýnilegar berum augum) afætur, sem allt bölið hlytist af, öll spilling í sárum og allar farsóttir. En áður hafði hann skýrt fyrir mönnum, hvernig ýmsar dulverur valda gerð og rotnun. - - Pasteur er höfundur allra nútíðarvarna gegn sóttkveikjum; hann er einn sá mesti bjargvættur, sem uppi hefur verið, siðan sögur hófust. G. B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.