Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 9

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS OG L/EKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: Ólafur Jensson. Meðritstjórar: Karl Strand og Arinbjörn Kolbeinsson (L.Í.), Arni Kristinsson og Sævar Halldórsson (L.R.) 57. ÁRG. DESEMBER 1971 6. HEFTI Þorkell Jóhannesson og Ólafur Bjarnason DAUÐSFÖLL AF VÖLDUM KOLOXÍÐS Dauðsföll af völdum koloxíðs (CO: kolmónoxíð; kolsýrling- ur) eru velþekkt víða um lönd. Ekki á ])etta sízt við um þau lönd, þar sem notkun á kolagasi er algeng til eldunar á mat eða hitunar, en í kolagasi er verulegt magn af koloxiði. Kolsýrlingur kemur og fyrir í vcrulegu magni í útblæstri vélknúinna farar- tækja, er brenna benzíni, svo og alls staðar ])ar seni bruni á sér stað og súrefnismagn er ekki nægjanlegt (ófullkominn bruni). Skipulegar réttarefnafræðilegar rannsóknir1 hófust hér á landi haustið 1960. A þeim rösldega fjórum árum, er liðu frá bausti 1966 og til ársloka 1970, hafa höfundar þessarar greinar rannsakað andlát 19 einstaklinga, sem telja verður, að rckja rnegi beint eða óbeint til eitrunar af völdum koloxíðs. Eru dauðs- föll þessi svo mörg talsins, að rétt þótti að skýra frá rannsókn- um þeirra á prenti til þess að beina atbygli manna að eitrunum af völdum koloxiðs bér á landi og eiturábrifum þess. 1 Réttarefnafræði er sú grein eiturefnafræði eða lyfjafræði, er fæst við greiningu á eiturefnum eða lyfjum í réttarlæknisfræðilegum málum eða öðrum málum, sem varða lögregluyfirvöld, og við mat á gildi niðurstöðu- talna rannsókna til skýringar á þeim málum, sem um ræðir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.