Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 12

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 12
248 LÆKNABLAÐIÐ sökum getur verið erfitt að varast koloxíð, ef það er ekki blancl- að öðrum lofttegundum, sem hafa lit eða lykt. Koloxíð binzt 200-300 sinnum fastara við blóðrauða en súr- efni, og getur blóðrauði þess vegna ekki flutt nema hluta þess súrefnis, sem ella flyzt til vefja líkamans. Við koloxíðeitrun er því ætíð um að ræða súrefnisskort í vefjum líkamans, og getur jafnvel lítið magn koloxíðs í andrúmslofti valdið dauða af þess- um sökum með skjótum liætti. Ef magn koloxíðs í andrúms- lofti (súrefnismagn ca. 21% (v/v)) er ca. 0,2% (v/v), getur það þannig leitt til dauða á 1-2 ldst., og á 10-20 mín., ef magnið er ca. 0,6% (v/v) og ekki er að g'ert. Til samanburðar má geta þess, að í kolagasi er magn koloxíðs að jafnaði 10-15% (v/v) og í útblæstri frá vélknúnum ökutækjum, sem brenna benzíni, oftast um 5% (v/v) á ferð og 10-12% (v/v) í kyrrstöðu (Moller 1965; Pharmaconomia Danica 1968; Dalgaard 1970; Burmeister & Neuhaus 1970). Kolagas hefur ekki verið framleitt hér á landi í mörg ár. Er því ekki unnt að rekja koloxíðeitranir til þess. 1 safni því, sem hér um ræðir, mátti rekja dauða átta manna til koloxíðs frá útblæstri bíla, en ellefu dóu úr koloxíðeitrun vegna bruna í húsum eða skipum. Málsatvik bentu eindregið til þess, að flestir í fyrra hópnum hefðu ráðið sér bana með því að anda að sér koloxíði frá útblásturslofti bíla í gangi og dauðsföll í síðari hópn- um mætti fyrst og fremst kenna slysni. I þessu sambandi má benda á, að slys af þessu tagi hafa hlotizt af notkun tækja, sem hrenna jarðgasi, enda þótt slíkt gas innihaldi ekki koloxið. Orsök þessa er sú, að tækin hafa verið vanstillt, og koloxíð því myndast vegna ófullkomins bruna (Gregersen 1970). Ekki er þó kunnugt um þess háttar koloxíðeitranir Iiér á landi. Við bráða koloxíðeitrun verður fyrstu cinkenna vart (mæði, einkum við áreynslu), þegar blóðrauði cr mettaður koloxíði að 10 hundraðshlutum. Við 20% mettun er greinileg mæði og höfuð- verkur og' við 30% mettun er vanlíðan og þreyta áberandi og oft klígja og uppköst. Ef koloxíðmettun nemur 40%, er Iiöfgi og syfja ásamt ýrniss konar ofskynjunum áberandi einkenni og talið er, að 50% mettun boði bráðan dauða þeim, er fyrir verður, nema hann komist tafarlítið til læknismeðferðar (sbr. MoIIer 1965; Dalgaard 1970). Með tilliti til þessa er því tæpast nokkurt vafamál, að 17 af 19 einstaklingum í safninu hafa látizt úr bráðri koloxíðeitrun (sbr. töflu 1). Um hina tvo (nr. 2 og 14) gildir,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.