Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 16

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 16
252 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNABLAÐIÐ 57. árg. Desember 1971 FELAGSPRENTSMIÐIAN H.F BREYTINGAR Á RITSTJÓRN Með slðasta hefti Lækna- blaðsins 1971 verða samkvæmt tillögu L.R. og L.l. gerðar breytingar á ritstjórn blaðsins. Ritstjórn sú, sem nú lætur af störfum, þakkar stjórnum læknafélaganna, skrifstofufólld á skrifstofu læknafélaganna og ritstjórnarmönnum, sem liafa starfað við blaðið um lengri eða skemrm'i tima á síðustu sex árum, góða samvinnu. Sérstak- lega þakkar ritstjórn Jóni A. Jónssyni, cand. mag., ritstjóra Orðabókar Háskóla Islands, vel unnin störf við Læknablaðið. Hann lét af störfum í haust. Við prófarkalestri og málvönd- un hefur tekið Sven'ir Tómas- son, cand. mag. Varfærnislegar breytingar hafa verið gerðar á blaðinu síð- ustu sex árin. Meðal þess helzta eru breytingar á kápu blaðs- ins, nýjar leturgerðir valdar og reynt eftir föngum að staðla að nokkru notkun þeirra i sam- ræmi við fasta þætti og ákveð- ið blaðefni. Gæði pappírs í blaðið hafa verið aukin. Reynt liefur verið að auka kröfur til liöfunda um allan frágang á handritum. Stærsta verkið, sem fráfar- andi ritstjórn hefur stuðlað að, með aðstoð og' samþykki stjórna L.l. og L.R., er að fá gerða heildar efnis- og böf- undaski'á Læknablaðsins, sem nær frá þeirri, sem unnin var af Sigurjóni Jónssyni, lækni, og birtist 1947 í Læknablaðinu. Sú efnis- og böfundaskrá, sem nú liefur verið unnin, mun val- inn útgáfutími af binni nýju ritstjórn og þá væntanlega kynnt. Fráfarandi ritstjórn óskar þess, að Læknablaðið nýtist sem bezt, bæði sem þekkingar- brunnur og til eflingar á fé- lagsanda og samvinnu lækna. TÓBAKSREYKINGAR - KOLOXÍÐ - ÆÐAKÖLKUN 1 þessum dálkum hefur áður verið vikið að því ógnvekjandi samhengi, sem virðist vera milli sígarettureykinga annars vegar og tíðni lungnasjúkdóma og' sjúkdóma í æðum og hjarta bins vegar. Má raunar segja, að orsakasamliengi þctta verði æ ljósara með hverju ári sem lið- ur, enda er stöðugt unnið að grunnrannsóknum og tíðni- rannsóknum á þessu sviði. 1

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.