Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 19

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 253 lok ritgerðar þeirra Þorkels Jó- liannessonar og Ólafs Bjarna- sonar um dauðsföll af völdum koloxíðs, sem birtist á öðrum stað hér í blaðinu, er vikið að nýlegum rannsóknum á þessu sviði. Eru það rannsóknir Kjeldsen1 um orsakasamhengi milli koloxíðmettunar blóð- rauða af völdum sígarettureyk- inga og tóbaksreykinga yfirleitt svo og æðakölkunar. Tilraunir þessar eru að ýmsu leyti svo mikilvægar með tilliti til skýr- ingar á skaðsemi reykinga, að rétt þykir að víkja lítillega að þeim hér. Kjeldsen gerði tilraunir á kanínum, sem fóðraðar voru með venjulegum hætti, en fengu kólestról að auki. Dýr- unum var skipt í tvo hópa. Voru kanínur í öðrum hópn- um látnar anda að sér lcoloxíði við tilraunalegar aðstæður, er tryggðu, að koloxíðmettun blóðrauða næmi 10-20 hundr- aðshlutum. Kanínur í hinum hópnum voru stalldýr (kon- tróldýr). Að tilraun lokinni voru dýr í báðum hópum drepin og rannsökuð. Kom þá í Ijós, að hjá miklum fjölda (ca. 3/4) af þeim kanínum, sem andað höfðn að sér kol- 1) Kjeldsen, K. Smoking and Atherosclerosis. Investigations on the Significance of the Carbon Monoxide Content in the Tobacco Smoke in Atherogenesis. [Thesis] Munksgaard. Copenhagen 1969. oxíði, voru bersýnilegar stað- bundnar hrörnunarbreytingar í hjarta og dreifðar blæðingar. Hjá stalldýrunum mátti heita, að slíkt kæmi ekki fyrir. Hjá þeim dýrum, sem andað höfðu að sér koloxíði, voru einnig greinileg einkenni um kölkun- arbreytingar i ósæð, og lieild- annagn kólestróls í vegg henn- ar var einnig meira en hjá stalldýrunum. Þá leiddu þessar rannsóknir einnig i ljós, að kólestrólmagn í blóði koloxíð- dýranna væri ævinlega meira en í blóði stalldýranna. Niður- stöður þessara athugana voru skýrðar á þann veg, að mettun blóðrauða af koloxíði að 10-20 hundraðshlutum, — en mettun að því marki veldur yfirleitt litlum bráðum einkennum, — gæti valdið súrefnisskorti í vefjum líkamans að því marki, að ])að leiddi til kölkunarbreyt- inga í lijarta og' æðum, þegar til lengdar léti. Meðal þeirra ensýma, sem starfa illa við súr- efnisskort, telur höfundur ein- mitt vera fitukljúfandi ensým (lípasa). Með tilliti til gildi þessara rannsókna fyrir menn bendir Kjeldsen á, að iijá miklum reykingamönnum er koloxíð- mettun blóðrauða oft á bilinu 5-10% og ekki sjaldan á bil- inu 10-15%. Á grundvelli þessa og árangurs af tilraunum sín- um á kanínum eru það því ályktunarorð Kjeldsen, að kol-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.