Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1971, Page 44

Læknablaðið - 01.12.1971, Page 44
272 LÆKNABLAÐIÐ líklcga mest. Sjúkraþjálfun var aðeins örsjaldan notuð á þessum árum og aldrei prophylaktisk, enda var starfslið til þess af mjög' skornum skammti. Samkvæmt nýlegum erlendum skýrslum um athuganir á for- boðaeinkennum kemur i ljós, að þau eru tíðari en áður liafði verið talið. Einkum er um það að ræða, að angina pectoris hefjist eða versni. Solomon et al telja, að um 56% sjúklinga fái slík ein- kenni.19 Niðurstaða okkar 55,4% ber því vitni allnákvæmri skrá- setningu slíkra einkenna, tafla III. Það er einnig i samræmi við erlendar niðurstöður, að tíðni forboðaeinkenna virðist meiri meðal sjúklinga, sem fengu drep í framvegg hjartans en hinna, sem fengu bakveggsdrep.19 Einnig virðast þeir sjúklingar hafa ])etri lífshorfur, sem engin forboðaeinkenni höfðu um hjarta- drep. Hlutfallslega fáir sjúklingar létust á fyrstu klst. eftir konm á sjúkrahúsið, aðeins 4 á fyrstu 6 klst. og 9 fyrsta sólarhringinn. Þetta stangast nokkuð á við niðurstöður erlendis frá,10 14 en óvíst er, hvernig ber að túlka þessar tölur. Tíðni hjartsláttar- trnflana, og þar með skyndidauða, er mest fyrstu klst. og' vekur því enn meiri furðu, að aðeins 3 sjúklingar létust skyndilega fyrsta sólarhringinn, hins vegar 7 i annari viku. OrsÖk skyndi- dauða er oftast hjartsláttartruflun, en 2 sjúklingar létust af öðr- um ástæðum, eins og fyrr greinir. Alls létust 15 sjúklingar skvndi- lega. Yera má, að unnt hefði verið að bjarga lífi einhverra þessara sjúklinga, ef þeir hefðu notið þjónustu vel skipulagðrar hjarta- gæzludeildar. Endurlífgun var reynd hjá þriðjungi þeirra sjúkl- inga, sem létust. Á þessum árum var skipulag slíkra aðgerða í ýmsu ábótavant. Erfiðara var þá en nú að fylgjast með sjúkl- ingum vegna skorts á rafsjám. Hjúkrunarlið og læknar höfðu minni þjálfun, ekkert viðvörunarkerfi var á deildinni og tækja- búnaður allur minni. Engin sérstök læknavakt var fyrir þennan hóp sjúklinga, enda var árangur af endurlífgun ekki mikill. Alls varl2 sinnum reynd endurlífgun. En þótt nokkrum sinnum tækisí að koma sjúklingum til lífs á nýjan leik, fór aðeins einn þessara sjúklinga lifandi af sjúkrahúsinu. Vænta má hetri árangurs þess- ara tilrauna á sérhæfðri hjartagæzludeild, þótt segja megi, að höfuðverkefni slíkra deilda sé að koma í veg fyrir, að .i.dni gefist til slíkra aðgerða. Af þeim 18, sem ekki létust skyndilega, dóu flestir, eða 13, úr hjartabilun eða losti. Hjá fimm fundust aðrar skýringar á dauða við krufningu, hjá tveimur lungnablóðrek, einum heilablæðing,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.