Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1973, Side 39

Læknablaðið - 01.02.1973, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 21 Daníel Daníelsson NOKKRIR ÞANKAR UM SJOKRAHÚSMÁL Þegar ræða skal sjúkrahúsmál á íslandi, rekum við okkur fljótlega á sérstöðu okk- ar, miðað við önnur lönd. Því fer fjarri, að þetta gildi aðeins um sjúkrahúsmál. Heilbrigðismál almennt og fjölmargir aðr- ir málaflokkar í okkar þjóðfélagi eru hér undir sömu sök seldir. Ekki er mér kunnugt um, að annars staðar en á íslandi sé gerð tilraun til að halda uppi nútíma heilbrigðisþjónustu fyr- ir 200.000 manns, sem dreifðir eru um jafn stórt og erfitt landssvæði sem ísland er. Þetta leiðir það óhjákvæmilega af sér, að í þessum efnum getum við aðeins í takmörkuðum mæli sótt fyrirmyndir til annarra þjóða um skipan þessara mála. Vitanlega getum við ýmislegt lært af reynslu þeirra og hugmyndum, þótt við, vegna sérstöðu okkar, verðum í flestum tilvikum að umbreyta því og laga að okk- ar aðstæðum. í IV. kafla frumvarps þess til heilbrigð- islaga, er nú liggur fyrir Alþingi, er fjall- að um sjúkrahús. Ætlunin með þessu greinarkorni er að fara nokkrum orðum um viss atriði þessa kafla frumvarpsins og þá einkum 27. gr. þess, sem fjallar um skiptingu sjúkrahúsa í flokka eftir búnaði og verksviði. Skv. þessari grein frum- varpsins er sjúkrahúsum skipt í 7 flokka. Fyrsti flokkur nefnist svæðissjúkrahús, og er skilgreint sem sjúkrahús, sem eitt sér eða í samvinnu við önnur, veiti sér- fræðiþjónustu í öllum eða nær öllum greinum læknisfræði, sem viðurkenndar eru hérlendis, og hefur aðgang að stoð- deildum og rannsóknardeildum til þess að annast þetta hlutverk. Ljóst er, að í dag er því miður ekkert það sjúkrahús til hérlendis, er falli undir þessa skilgreiningu. Jafnaugljóst hygg ég það vera, að eigi slík stofnun að líta dags- ins ljós í fyrirsjáanlegri framtíð, getur það aðeins gerzt á þann hátt, að núverandi sjúkrahús í Reykjavík myndi saman eina sjúkrahúsaheild undir einni samræmdri yfirstjórn. Er þess sannarlega að vænta, að heil- brigðisyfirvöld láti ekki lengur dragast að hrinda af stað undirbúningsaðgerðum í þessa átt, því að ljóst er, að áður en til raunhæfra aðgerða kemur í þessu máli, þarf að vinna mikið undirbúnings- og skipulagsstarf, sem naumast verður fram- kvæmt án aðstoðar erlendra sérfræðinga. Þar eð ætla verður, að þessi þróun hljóti að vera mikið kappsmál læknastéttinni allri — og þá ekki sízt þeim hluta hennar, er starfar á viðkomandi sjúkrahúsum — ætti heilbrigðisstjórnin að eiga þar vísan öflugan og þýðingarmikinn samstarfsaðila. Með tilliti til þess, að um langa framtíð er þess ekki að vænta, að mannfjöldi á ís- landi leyfi nema eitt sjúkrahús í landinu, þeirrar tegundar, er hér um ræðir, tel ég nafnið svæðissjúkrahús óheppilegt, þar sem vettvangur þess yrði landið allt. Virð- ist mér eðlilegra, að það yrði nefnt lands- sjúkrahús, eða gamla nafninu, Landspítali, yrði haldið. Annar flokkur nefnist deildarsjúkrahús og fellur skilgreining þess að mestu sam- an við þann staðal, sem nú mun að stefnt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Með tilliti til fjarlægða og erfiðra sam- gangna á íslandi hefði deildarskipt sjúkra- hús í hverjum landsfjórðungi verið æski- leg lausn sjúkrahúsmála landsbyggðarinn- ar. Flestir þeir, er nokkuð þekkja til sjúkrahúsreksturs, munu þó sammála um, að enn um langa framtíð skorti raunhæf- an grundvöll fyrir slíku fyrirkomulagi. Lágmarksstærð, búnaður og þar með mannfjöldi upptökusvæðis deildarsjúkra- húss er slíkur, að vafasamt má telja, að faglegur og fjárhagslegur grundvöllur sé til reksturs slíks sjúkrahúss í dag, nema á einum stað á landinu, þ. e. Akureyri.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.